Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 59
IÐUNN|
Raymond Poincaré.
53
rikisráðherra, en hann vildi ekki þekkjast það boð,
enda liafa þeir Clemenceau aldrei átt skap saman.
Þrátt fyrir mikið annríki, sem stafaði bæði af
niálallutningsstörfum hans og stjórnmála-afskiftum,
hafði Poincaré öll þessi ár sarnt unnist tími til að
gefa sig við ritstörfum. í ritgerðasafni hans „Idées
contemporciines“ kennir margra grasa. Par eru rit-
gerðir um lögfræðisleg efni og um stjórnmál, greinar
uni frakknesk skáld, listamenn og vísindamenn, liug-
leiðingar um uppeldi ungra meyja, um kenslu í
forntungunum o. s. frv. Allar bera þær vitni um
fjölbreytta þekkingu, smekkvísi og vandvirkni, en
tilþrifa og andríkis gætir þar lítið. Hann mun því
einkum hafa átt að þakka það hinum mörgu og
snjöllu ræðum sínum, að honum var 1909 veitt upp-
taka í »frakkneska vísindafélagið«, sem er hin mesta
saemd, er skáldum, rithöfundum og vísindamönnum
þar í landi getur hlotnast.
Poincaréhefir aldrei verið mjögákveðinnflokksmaður.
Að vísu lét hann skrá sig í tölu álcafra vinslrimanna
— því að annars hefðu öll sund til trúnaðarstarfa
°g valda verið lokuð fyrir honum — og á þing-
niannaskránni hefir hann kallað sig lýðvaldssinna
(„Republicain radicalen hann hefir líka fylt flokk
hægfara lýðvaldsmanna, og þegar bj'r liinna áköfu
lýðvaldssinna tók að þverra hjá þjóðinni, en hinum
hægfara fór að aukast fylgi, liallaðisl liann á sveifina
nieð hinum síðarnefndu.
Um þessar mundir tók að brydda á óánægju með
kosningarfyrirkomulagið. Poincaré gerðist talsmaður
þessarar hreyfingar, er beindist að því að afnema
einmenningskjördæmin og skifta aftur öllu landinu
niður í stór kjördæmi, cr kysu þingmenn sína með
listakosningu. Með því móti ætluðu menn, að komið
yrði í veg fyrir, að þingmenn drægi um skör fram
taum kjördæma sinna og áhrifamikilla kjósenda, og