Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 61
IÖUNN]
Kaymond Poincaré.
að láta aðrar Evrópuþjóðir njóta þar jafnréltis í öll-
urn viðskiftum. Þjóðverjar voru liinir reiðustu og
l'óttusl hafa orðið fyrir skakkafalli, enda þólt þeir í
sárabælur fengi viðáttumikil héruð af eignum Frakka
1 Kongo fyrir nokkur þúsund ferkilometra við Tsad-
vatnið. Frumvarpið um umbætur á kosningarfyrir-
komulaginu hafðist fram í neðri málstofunni, en í
öldungaráðinu bjuggust ákafir vinstrimenn, undir
forustu Clemenceau’s og Combes, til að stytta þvi
aldur. Þegar Balkanskagastj'rjöldin virtist vera í að-
sigi sumarið 1912, gekst Poincaré fyrir því, að hlut-
lausu stórveldin — Ítalía átti þá enn í ófriði við
l'yrki — bundust samtökum um að afstýra ófriðn-
din; þess var að vísu enginn kostur, en Poincaré
gal sér þó góðan orðstír hjá útlendum stjórnmála-
mönnum fyrir staðfeslu og stjórnmálahyggindi.
Þegar því leið að forsetakosningu í janúar 191B
Þótti mörgum vænlegast að kjósa Poincaré til forseta.
Sakir ófriðarblikunnar og vaxandi viðbúnaðar Þjóð-
verja fór almenningur á Frakklandi að krefjast þess
með miklum ákafa, að »sterkur maður og staðfastur«
fæki við stjórnartaumunum, og svo fór að Poincaré
yar setlur efstur á forseta-efna listann. En þeir
Clemenceau og Combes og aðrir ákafir vinstrimenn
vildu ekki fyrir nokkurn mun, að hann næði kosn-
•ngu, og fengu því búnaðarráðherrann Jules Pams,
vellauðugan áhrifamann, til þess að gefa kost á sér.
Hann var hættulegur keppinautur og vanséð, hvor
þeirra mundi verða hlutskarpari.
Forselakosningin fer eins og kunnugt er fram í
Versailles, neðri málstofa og efri málstofa eða öld-
U[igaráð kjósa hann í sameiningu. Framkvæmdar-
valdið er hjá forseta og lætur hann ráðherra, sem
l^era ábyrgð á öllum stjórnarathöfnum, fara með það,
en sjálfur er liann ábj'rgðarlaus eða því sem næst,
því að ekki er unt að láta hann sæta ábyrgð nema