Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 63
IÐUNN]
Raymond Poincaré.
57
kosinn með atkvæða-meirihluta lýðvaldsmanna!«, því
að á þeirra atkvæðum einum þykir fult mark tak-
andi við slíkar kosningar. í Versailles og í París var
kosningu hans tekið með algleymis-fögnuði, en eng-
inn mun þó hafa fagnað henni meir en hin háaldraða
móðir hans. Hún hafði kviðið fyrir úrslitunum og
sagt: »það væri illa farið, ef hann næði ekki kosn-
mgu! Hvílík raun fyrir mig; það væri fyrsti ósigur-
inn hans«.
í raun réttri markar kosning Poincaré’s stefnu-
breyting í stjórnmálum Frakka. Frá hyrjun tuttugustu
aldarinnar hafði byr hinna áköfu vinstrimanna farið
vaxandi, en nú var Poincaré kjörinn forseti með fylgi
hóflátra lýðvaldsmanna, konungssinna og katólskra
manna, enda lýsti de Mun greifi, foringi klerkasinna,
yfir þyí, að kosning Poincaré’s væri sigur æltjarðar-
astarinnar. Á Þýzkalandi gengu stjórnmálamenn að
Því vísu, þótt lágt færi, að telja hæri hinn nýja for-
seta í öndverðum fjandmannaflokki Pjóðverja.
Eitt liið fyrsta starf Poincaré’s eftir kosninguna var
að lialda ráðherrafund. Þar var það ráðið, að ráða-
tteytið skyldi þegar sækja um lausn, þó að Poincaré
ædi ekki að taka við forseta-embættinu fyr en 18.
febrúar. En Falliéres fól Poincaré að ráða því, hver
skyldi vera eftirmaður hans, og Poincaré benti á
hriand, sem mest og bezt hafði unnið og stutt að
kosningu hans. Var það vel og viturlega ráðið, því að
hriand, sem þegar áður hafði verið ráðlierra og for-
sætisráðlierra hvað eftir annað, var þá einhver mesti
sijórnmálaskörungur Frakka, enda hefir hann tU
skamms tíma umfram aðra menn borið hita og þunga
fiagsins í heimsstyrjöldinni miklu.
yegar Briand var orðinn forsætisráðherra kotn það
hrátt í ljós, að stefna hans í her- og landvarnarmál-
um var hin sarna og Poincaré hafði haldið fram.
f’annig »hittust« frakkneski og brezki llolamálaráð-