Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 69
IfiUNN1
Lífsspeki franskra loðinkinna.
Hermenn kippa sér ekki upp við alt og sízt af
öllu franskir hermenn. Hér má lesa síðustu útgáfuna
af lífsspeki franskra »loðinkinna« (poilas), eins og
þeir eru nefndir nú í stríðinu:
Eitt af tvennu er áreiðanlega víst: annaðhvort er
þér boðið út eða ekki boðið út.
Ef þér er ekki boðið út, þarftu engar áhyggjur að
gera þér; en ef þér er boðið út, er eitt af tvennu
áreiðanlega víst: annaðhvort ertu að baki bardaga-
Hnunni eða í fylkingarbrjósti.
Ef þú ert að baki bardagalínunni, þarftu ekki að
gera þér neinar áhyggjur; en ef þú ert í fylkingar-
brjósti, þá er eitt af tvennu áreiðanlega vist: annað-
hvort ertu óhultur eða þér er hætla búin.
Ef þú ert óliullur, þarftu ekki að gera þér neinar
^byggjur; ef þér er bætta búin, þá er eitt af tvennu
áreiðanlega víst: annaðhvort særist þú eða særist ekki.
Ef þú særist ekki, er óþarfi að gera sér áhyggjur;
ef þú særist, er eitt af tvennu áreiðanlega víst: annað-
bvort særist þú lítillega eða alvarlega.
Ef þú særist litillega, er óþarfi að gera sér áhyggj-
ui'; ef þú særist alvarlega, þá er eitt af tvennu áreið-
anlega víst: annaðbvort fær þú bata, eða þú deyr.
Fáir þú bata, er óþaríi að gera sér áhyggjur; ef
þú deyr, þá getur þú ekki gert þér áhyggjur!
Slík ljómandi lífsspeki á víðar við en í skolgröf-
unum.