Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 74
68
Ágúst H. Bjarnason:
[IÐUNN
þeirri hugsun, hversu líkt væri ástatl nú og þá.
Sama trúarvinglið urn heim allan nú og þá. Sama
spillingin nú og þá. Og sama vargöldin. En rétti
menningin og mannsandinn samt sem áður ekki við
aftur, þólt liún fyrir trúarvinglið, sem kom á menn,
virtist iiggja í móki um allar miðaldir? Og hafa ekki
allar hinar siðari aldir frá endurreisnartímabilinu
endurnýjað menninguna í heiminum? I3ar með er
alls ekki sagt, að nútíðar-menning vor sé ekki að
mörgu leyti ormsmogin og þurfi ekki umbóta við.
Þvert á móti! Það er einmitt sami gallinn á lienni
og rómversku menningunni, að þetta er aðallega
»yfirborðsmenning«, sem ekki nær lil hins innra, og
því riðar hún nú á rústum. En — með því er ekki
sagt, að sönn siðmenning geti ekki legið fram undan
okkur og að heimurinn geti ekki farið hatnandi. Nú
eins og þá hyggja menn, að menningin sé aðallega
fólgin í ytri framförum. En í þessu er kórvillan
fólgin. Sönn menning nær einnig til liins innra manns,
göfgar hann og betrar, og það er það, sem nútiðar-
menningin hefir ekki náð að gera, enn sem komið
er. Hér er og eins ástatt og forðum. Farísearnir
ræktu hina ytri siði og þökkuðu guði fyrir, að þeir
voru ekki eins og aðrir menn. En svo kom siða-
meistarinn frá Nazaret og sagði, að siðmenningin
yrði að ná til liins innra manns, ef menn ætlu ekki
að verða að kölkuðum gröfum. Því að, — hvað
stoðar það manninn, þólt hann eignist allan heim-
inn, ef hann biður tjón á sálu sinni? Og hvað sloðar
það þjóðirnar, þótl þær leggi undir sig allan heim,
ef þær eru ormsmognar liið innra og fullar af hvers-
konar siðferðilegum óhreinindum? Nú eins og þá er
það að eins yíirborðsmenningin, sem er að hrjmja i
rústir.
Menning og menning er sitt livað. Á íleslum Evrópu-
málum eru viðhöfð tvö orð til þess að tákna með