Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 76
70
Ágúst H. Ðjarnason:
[ iðunn
sálargöfgi, sem ekki vill vamm sill vita, þá gælu
þjóðirnar ekki borist þannig á banaspjótum. Kristin-
dómurinn með boðorðinu um að elska náungann
eins og sjálfan sig hefir nú verið prédikaður fyrir
inönnum í nærfelt tuttugu aldir. En hvað heíir það
stoðað? Hefir hann náð að fesla rælur í brjóstum
manna? Eru það ekki einmilt kristnu þjóðirnar,
sem leika þenna hildarleik? Jú! En þetta sýnir ein-
mitt, að það nægir ekki að »prédika« fagra siði og
fagrar hugsjónir, heldur verður heinlínis að ala
menn upp til þess að rækja þær. Og sýni þelta
stríð nokkuð, þá sýnir það átakanlegast »gjaldþrot«
.krislilegrar kirkju og allrar klerka-starfsemi.
Nei, það nægir ekki að þylja eitthvað fyrir mönn-
um á sunnu- og helgidögum. Það verður að ala þá
upp, kenna þeim lökin á sjálfum sér og sínum innra
manni og innræta þeim það jafnframt að þjóna æðri
markmiðum, — þá verða þeir betri! Eg liugsa því
að dagar trúarhjalsins séu að mestu leyti taldir, en
að alvarleg siðferðileg starfsemi með aðstoð vísind-
anna taki nú við, og þá hygg ég, að belur muni
fara. Annars er manninum ekki viðbjargandi.
En svo að ég víki aftur að því, hvað sönn
siðmenning er ytri menningu miklu æðri, þá skal
ég nú nefna nokkur dæmi þess, livað menn hafa
kallað menningu og hversu mikið göfugri siðmenn-
ingin er.
Við og við hafa rithöfundar i ýmsum löndum
verið að gera sjálfum sér og öðrum það lil gamans
og dægrastyttingar að reyna að skygnast inn í fram-
tíðina og fyrirheitna landið, inn í »úrvænislandið«
(utopiuj, sem sumir kalla, og gera sér og öðrum
grein fyrir þeim óhemju framförum, sem þá yrðu
orðnar á öllum sviðum. Margir kannast sjálfsagt við
bók Bdlanuj’s: Looking backward 2000 —1887 og