Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 78
72
Ágúst H. Bjarnason:
IIÐUNN
hellingum, hversu miklu bættari hefðu menn þá
orðið fyrir hana? Ekki hefði hún orðið til þess að
auka mikið siðmenninguna í heiminum.
Hvergi sést það þó betur en á tilbúningi allra
þessara morðvopna og morðvéla, sem liugvitsmenn
allra þjóða hafa nú á síðustu tímum verið að keppa
um að búa til sem verstar og hrikalegastar, svo að
þær yrðu að sann-nefndum vítisvélum, hversu misbeila
má þessari goðagjöf, hugvitinu, í þjónustu hins versta,
herdjöfulsins sjálfs, sem leiðir allar upphugsanlegar
ógnir og kvalir ylir mannkynið. Að vísu má segja,
að nota megl sum af þessum tækjum til annars og
jafnvel til góðs. Stundum myndast t. d. ógurlegar
skýjahviríingar í Ioftinu, þrungnar rafmagni. Ef raf-
magnið nær að dynja yfir með haglélið í eflirdragi,
getur það brent borgirnar, sviðið skógana og eylt
akrana svo að segja á svipstundu. Nú hafa menn
þegar fyrir löngu fundið upp eldinga-varann til þess
að verjast eldingunum; og til 'þess að girða fyrir, að
þrumuveðrið og haglélið skelli á í algleymingi, eru
menn farnir að skjóta aí fallbyssum, svonefndum
»veðrabyssum« /Wetterkanonen nefna Þjóðverjar það),
áður en óveðrið magnast um of, lil þess að raska
nógu tímanlega jafnvæginu í loftinu og draga með
því úr rafmagnshleðslunni eða jafnvel að eyða henni,
áður en óveðrið dynur yíir; en fyrir bragðið er mönn-
unum og mannvirkjum þeirra borgið.
Þelta er nú alt gott og blessað. En hugsum okkur
nú samt, að sálarfræðin, þjóðfélagsfræðin og sið-
ferðilegur þroski manna hefði verið kominn svo langt
áleiðis, áður en heimsslyrjöldin hófst, að ekki hefði
einungis verið búið að íinna einhverja andlega eld-
ingavara, heldur hefði og verið búið að búa til eins-
konar andlegar »veðrabyssur«, í líki einhverskonar
þjóðfélagsstofnana, — gerðardómstóla með fullkomnu
úrskurðarvakli eða því). — sem alveg hefðu gelað