Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 79
iounni Tvennskonar menning. 73
girt fyrir ófriðinn og blóðsúthellingarnar, hvilik
guðsblessun hefði þetta ekki verið og miklu meira í
það varið en allar fallbyssur úr eir og stáli. Hefði
heiinurinn gáð nógu tímanlega að þessum andlegu
framförum og þeirri innri siðmenning, er var þeim
samfara, þá hefði hann verið sælli nú og ekki átt
Urn jafn sárt að binda.
Mikils vænta menn og af bættum simasambönd-
uui. Nú gera menn þegar ráð fyrir að geta talað við
sjálfa sig hringinn í kringum hnöttinn, hvað þá
Iieldur aðra, áður en mjög Iangir tímar líði. En —
hverju eru mennirnir nú bætlari fyrir þetta, ef þessi
aðdáanlegu símasambönd verða aðeins til að hefja
verzlunarstríð um heim allan, þar sem hver skarar
eld að sinni köku, en gerir sér far um að troða
skóinn ofan af náunga sínum og keppinaut, eða ef
l'vaðrið, bakmælgin og illgirnin eykst við þetta og
^ggur svo að segja heiminn undir sig? — Og
hversu miklu fegurri væri ekki sá framtíðardraumur,
ef samúð manna og velvild gæti magnast svo með
vaxandi innri siðmenningu, að hún næði heimsend-
a'ina í milli, tengdi öll lönd veraldar þeim vináttu-
°g ástaböndum, að hvergi heyrðisl svo stuna, að
ekki yrði reynl að draga úr henni; að enginn mælti
svo æðruorð í heiminum, að ekki fyndi liann einhverja
óuggun einhverstaðar; að allir nauðleilarmenn mann-
kynsins fengju einhverja úrlausn einhverstaðar? líg
veit, að þetta eru draumórar, sem ef til vill munu
Mdrei rætast; en þær eru líka aðallega til þess ællaðar
að sýna, að til eru fegri og girnilegri framtíðarhill-
lngar en bætt og aukin símasambönd.
Ekki gera menn sér heldur litlar vonir um þann
l'ekkingarauka og þá mildu vizku, er menn kunni
að afla sér með bætlum og breytlum sjónaukum.
i að eru nú um 400 ár, síðan menn fóru fyrst að
s'ipa sjóngler, og á þessum öldum, sem liðnar eru