Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 80
74
Ágúst H. Bjarnason:
IIÐUNN
síðan, hafa menn skerpt svo sjón sína, að þeir á
annan bóginn geta eygt hinar fjarlægustu sólir í
stjörnukíkum sinum eða fjarsjám (teloskopumj, en á
hinn bóginn í smásjám sínum (mikroskopum) séð
þær smáverur, er lifa.í vatnsdropanum. Og enn hafa
menn eílt sjón sína óbeinlínis með því, á annan
hóginn að skjóta hinum næmustu ljósmyndaþynnutn
að baki sjónglerjunum og kafa nteð þessu himin-
geiminn til grunna; en á hinn bóginn með svo-
nefndri ultra-smásjá, sem virðist jafnvel geta leilt
oss fyrir sjónir hreifingu hinna alósj'nilegu satn-
einda (inolekula) í efnasamböndunum. Og visinda-
mennina dreymir um að geta kornisl jafnvel enn
lengra á þessu sviði, þótt þeir með þessu séu fyrir
löngu komnir út yfir takmörk mannlegrar sjónskerpu.
En þótt oss nú tækisl að kafa öll hyldýpi himn-
anna til neðslu grunna, hverju værum vér þá bætt-
ari? Jú, vér sæjum auðvitað nýjar og nýjar sólir,
en þó í raun og veru hið sarna upp aftur og aflur.
Og þólt oss að lolcum lánaðist að koma auga á
sjálfar rafmagnseindirnar, hverju værum vérþá nær?
Vér sæjum vitanlega miklu smærri agnir en nokk-
uru sinni áður og gælum ef til vill lýst farbraulum
þeirra. En yrðum vér miklu belri og sælii fyrir, og
ætli oss væri það ekki rniklu hollara, ef að oss tæk-
ist að finna eða að húa lil einhvers konar sálarlega
sjónauka?
Hversdagslega lítum vér á alla smábresti vora og
lesti gegnum einhvers konar smækkunargler. Vér
gerum sem minst úr þeim og viljum meira að segja
ekki sjá þá né við þá kannast, fyr en þeir þá eru
orðnir svo rótgrónir eða svo magnaðir, að vér fáum
ekki lengur rönd við þeim reist. En hugsum oss, að
vér fyndum einhvern þann sálarsjónauka, eitthvert
andlegt stækkunargler, er sýndi oss hverja tilhneig-
ingu vora svo að segja í barnsreifunum, svo að vér