Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 82
76
Ágúst H. Bjarnason:
| ÍÐUNN
vevma! — Þetta er alls ekki óhugsandi og kemui*
meira að segja ekki sjaldan fyrir í sjálfu lífinu. Sama
hvötin getur nefnilega orðið ýmist til ills eða góðs
eftir því, hvaða markmið hún velur sér. Tökum t. d.
söfnunarhvötina. Einn tekur sig til að safna frímerkj-
um, bréfsnuddum, leppum eða öðru dóti, og hvöt
þessi magnast svo smám saman, að liún verður að
ástríðu, að hreinu og beinu söfnunaræði, og maður-
inn endar á Kleppi. Annar fær slíka ágirnd á aur-
unum, að hann getur ekki um annað hugsað; hann
tilbiður gullkálíinn alt sitt líf, en leggur með því líf
silt og annara í auðn. Sá þriðji tekur að safna jurt-
um og dýrum og reyna að finna skyldleikann þeirra
í milli; hann endar ef til vill á því eins og Darwin
að skýra fyrir oss »uppruna tegundanna«. — Hver
veit nema nú sé einhversstaðar einhver andlegur
Darwin á leiðinni, er skýri fyrir oss uppruna hinna
mismunandi »manntegunda« með því að sýna fram
á, að þær spretti ekki af öðru en misjöfnum hvötum,
sem orðnar eru mönnum inngrónar, og að unt sé
að breyta þessum hvötum og þar með mönn-
unura og manngildi þeirra með því að setja þeim
nógu tímanlega önnur betri, liollari og göfugri mark-
mið? Sá maður, sem benti á örugga leið til þessarar
mannkyns-betrunar, væri sannkallaður mannkyns-
frelsari, endurlausnari þess frá allri hinni ytri ver-
aldarmenningu lil innri siðmenningar, því að hann
mundi geta leyst oss úr herfjölrum liverskonar illra
hvala og ástríðna og gert oss að góðum og nýtum
mönnum. En viðbúið er, að þessi »mannkynsfrelsari«
dveljist enn um langt skeið á — úrvænislandinu.
En hvers vegna er ég nú að fara með þessar meira
eða minna hæpnu samlíkingar? Einmilt til þess að
sýna, að hinar ytri framfarir eru hvergi nærri ein-