Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 86
«0
Á. H. B.: Ný viðskiftaleið.
1IÐUNN
hún kynni að gela orðið oss einna happadrýgst, ef
vel væri á lialdið, sökum þess að þá mætti ílytja
eina af helztu afurðum vorum Iteina leið á mark-
aðinn, þar sem hann væri mestur, en llytja aftur
heim helzlu nauðsjmjavöruna beina leið tii vor, án
óþarfa-milliliða. En hvað á ég við með þessu?
Eins og ílestir íslendingar vita, liggur nú einhver
helzta verzlunarvara vor frá fyrra ári, síldin, hrönn-
um saman bæði hér á íslandi og á Englandi og
grotnar niður af því, að hún sakir stríðsins kemst
ekki á aðalmarltað sinn. En oss vantar aftnr tilfmn-
anlega eina af helztu nauðsynjavörum vorum, rúg-
inn, af þvi að vér ekki frekar en aðrir sakir slríðs-
ins náum til aðalframleiðslulands hans. Og úr þessu
verður naumast bætt, meðan á stríðinu stendur. En
— að stríðinu loknu — hvað þá?
Ja, siglum þá að eins 24 stunda siglingu fram hjá
Kaupmannahöfn til Libau, Riga eða Reval á Rúss-
landi og seljum síld vora þar í hendur Iang-stærsta
neytandanum, Rússanum, en tökum aftur rúg hans
og annan kornmat i staðinn. Með þessu sláum vér
margar flugur í einu höggi. Vér komumst lrjá öllum
óþörfum milliliðum; flytjum vöru vora beina leið og
óskemda á markaðinn, fáurn þar af leiðandi hærra
verð fyrir hana, og rneira að segja, borgaða i þeirri
mynt, sem oss kemur bezt, lielztu nauðsynjavöru
vorri, en sjálf verður hún með þessu móti bæði
ódýrari og kemst fljótar til vor.
Þarna lrefl ég þá bent á enn eina leiðina, sem fara
má með afurðir vorar og nauðsynjar, og sjálfsagt
geta aðrir bent á* fleiri. En það er verzlunarstétt
þessa lands, sem ásamt Eimskipafélaginu á að opna
oss þessar leiðir út um heiminn, bæði í austur og
vestur. Og þarf sjálfsagt ekki að Ieggja þeim ráðin.
En ég segi bara: Sesam, opnast þú! Á. II. B.