Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 90
84
Sæmundur Dúason:
[ IÐUNN
iðnaður, sem gelur verið laus við alla samkepni af
samskonar vörum, sem liægt er að framleiða með
minni kostnaði. En til þess, að þjóðin geti framleitt
slíka vöru, þarf hún að mentast; annars skilur hún
aldrei, hvað list er.
Þó að reynslan sé fyrir löngu búin að sýna, að
handiðnaður er ekki fær um að keppa við verk-
smiðjuiðnað, erum vér íslendingar svo sem ekki þeir
einu, sem hafa leitast við að halda honum áfram.
Menn eru jafnvel að berjast fyrir því í sjálfum iðn-
aðarlöndunum, livað þá annarstaðar. Mikið af barna-
leikföngum þeim frá Þýzkalandi, sem kölluð eru
»Nurnbergkram«, er handiðnaður, og frainleiðendur
þessa varnings fá svo hörmulega lítið fyrir vinnu
sína, að furðu gegnir, að framleiðsla þessi skuli ekki
Aera fyrir löngu horfin úr sögunni.
Nú á tímum er Rússland sjálfsagt mesta handiðn-
aðarland álfunnar. Rússneska alþýðan liggur ekki í
hókum allan velurinn. Hún veit að »bókvitið verður
ekki látið i askana« og að betra muni vera »að vinna
eitthvert ærlegt handarvik«. Handiðnaðarvörur Rússa
þykja vel gerðar, og ætti því að vera hægt að selja
þær við liáu verði. Engu að síður er efnahagur al-
þýðunnar í allra versta lagi og alþýðumentunin er
alveg í samræmi við það. Mikill hluti alþýðunnar
kann ekki svo mikið sem að lesa og skrifa, sem ekki
er lieldur að vænla, þar sem engum tíma er varið
til náms.
Rússar búa í slóru og frjósömu landi, þar sem
korntegundir af öllu tagi og iðnaðarjurtir þrífast mjög
vel, landi, sem er vaxið feikna-slórum skógum, þar
sem fjöldi af veiðidýrum elur aldur sinn, landi með
grösugum beitilöndum, kolanámum og málmum af
ýmsum tegundum. Þeir eiga geisi-stór lönd í Asíu,
sem sumstaðar eru svo frjósöm og málmauðug, að
þau, að því leyti, gela jafnast á við beztu lönd lieims-