Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 91
iðunni lleimamentun og heimilisiönaður. 85
ins. En rússneska alþýðan er svo fálæk, að hún
verður að búa í afar lélegum húsakynnum og bjarg-
ast af við svo ófullnægjandi klæðnað, að varla er til
skifta, en það er lalið að auka mjög á óþrifnað þjóð-
arinnar. Meiri hluta teknanna er varið til að full-
nægja munni og maga og teksl þó ekki betur en svo,
að hungurpestir eru þar ekki ótiðar. Hér er bersýni-
lega náið samband milli fátæktarinnar og fáfræðinnar.
()g er ekki ástæða til að halda, að örbirgð þessarar
þjóðar, sem býr í slíku nægtalandi, sé meira að
kenna andlegu volæði hennar en skilyrðunum, sein
hún hefir við að búa? Ég held að llestir muni álykta
svo. En sé nú þessu þannig farið ineð Rússa, hvað
niætti þá segja um oss íslendinga? Vér höfum að
vísu miklu verri náttúruskilyrði við að húa, en því
nieiri þörf ætturn vér að hafa fyrir vitsmuni og menn-
ingu. Fávizkunni fylgir jafnan fyrirhyggjuleysi og
fyrirhyggjuleysi örbirgð og önnur vandræði. Það
sannar saga vor sjálfra ekki síður en annara.
Vér þurfum að auka hin andlegu efni vor, og þó
að gróðinn verði fenginn að einhverju leyti á kostnað
heimilisiðnaðarins, megurn vér ekki liarma það.
Handiðnaður er ekki framtíðaratvinnuvegur lands
vors, og það er því óviturlegra af oss, að berjast
nijög fyrir tilveru hans sem land vort er tiltölulega
niiklu auðugra af rekstursafii en efnivöru. ísland
hefir að sönnu ekki eins mikil skilyrði til að geta
orðið stóriðnaðarland og mörg önnur lönd, sem
skamt eru komin á veg í þeirri grein. Það á þó
mikið fossafl, og efnivöru í landbúnaðar og sjávar-
afurðum á það líka nokkra, sem ekki er ólíklegt að
aukist í framlíðinni. Það liefir lieldur ekki verið
sannað enn, að til séu ekki málmar í landinu, sem
geti verið eða gæti orðið tilvinnandi að vinna með
hættum markaðsskilyrðum. Ennfremur er það liugs-
anlegt, að skipaleiðir um höfin breytist, og að fsland