Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 104
98
Indriði Einarsson:
['IÐl'NN
Auk þessara tekjugreina eru kálfar, folöld og lömb,
sem bætast við á hverju ári, en eklci er slátrað
heima eða ílutt út, því þá munu afurðirnar vera
taldar af landbúnaðinum. En hér er litið svo á, sem
það af þessum skepnum, sem er lálið lifa, gangi til
að yngja upp fjárstofninn. Þær eru þess vegna ekki
taldar tekjur, heldur eru þær skoðaðar sem vátr}fgg-
ingargjald eða uppyngingarfé landbúnaðarins.
Hér að framan voru tekjur B-flokksins áællaðar
því sem næsl 13 miljónir króna á ári. Þegar sýnt er
fram á í hverju tekjurnar felast, verða þær 15.7 mil-
jónir króna, sem sýnir að áætlunin um tekjur Iand-
búnaðarins getur ekki verið of há.
En þá er að benda á tekjur C-llokksins, eða sjávar-
útvegsins. Það er miklu léttara verk, því hann flytur
mestan hluta af afurðum sínum út úr landinu. Af
fiskiafurðum voru fluttar út 1913 ... 13,327 þús. ki\
Fiskur, sem borðaður er í landinu,
blautur, hertur og saltaður c. 60 kg.
á rnann á 20 aura kílóið ........... 1,068 — —
Með því móti verða allar tekjur sjáv-
arútvegsins alls 14,395 þús. kr.
Þegar tekjur sjávarútvegsins eru laldar að eins 9,566-
þúsund krónur og spurt er, hvað verður þá af 4800
þúsundunum, þá er svarið gegn því: þær fara 1
kostnaðinn til skipa, til kola, steinolíu og salts o. s. frv.
Um flokkana D — G er það að segja, að launin
eru ávalt miðuð við meðal-verkamanns-laun í hverri
grein, en maðurinn hafi atvinnu. Hærri launin eru
látin ganga til að hækka hin lægri. Flestir af þessum
framfærendum eru kaupstaðarfólk. Af útílutningi á
vinnubrögðum þeirra verður ekki bent á tekjur
þeirra. Kunnugir vita hvað þessir menn hafa að
jafnaði á ári, og að í kaupstöðum, sem náð hafæ
nokkrum mannfjölda, lifir hver á öðrum.