Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 105
JÐUNN;
t'jóöartekjurnar 1915.
99
Það má ganga að því vísu, að ýmsum þj'ki rangt
getið til um tekjur 5Tmsra ílokkanna hér að framan.
Hverjum sýnist sitt. Misjafnar skoðanir um málið
eru ekki neilt furðuefni fyrir þann, sem þetta skrifar,
en það er tvent, sem vekur furðu við það framan-
J'itaða. Framfærendurnir eru orðnir svo margir á
iandinu. Fyrir 50 árum var • einn framfærandi af
hverjum 7 manns. t*á voru heimilin mannmörg, á
landinu voru 7 manns í heimili. Nu heíir tala fram-
færenda hækkað svo mjög, að nú er einn framfær-
andi á hverja 3 menn. Heimilið er kornið niður í
þrjá að meðaltali. Áður var landsfólkið bændaþjóð,
nú eru hinir orðnir íleiri, sem ekki lifa á búnaði.
Furðu gegnir hve rnargir vinna fyrir sjálfum sér ein-
l'm. það sýnir bezt, að Iífið liér á landi, eins og
annarsstaðar, þar sem menningin er komin að garði,
á við vaxandi eríiðleika að slríða. Sumir álíta, að eng-
inn maður í kaupstað geti komið upp fleiri en 4—5
börnu'm, nema hann sé frábærlega duglegur, eða hafi
efni að styðjast við. í káupstað getur enginn haft
mörg börn á heimilinu til langframa, atvinnan leyfir
það ekki, þess vegna eru þar allir þessir framfær-
endur, sem framfæra sjálfa sig að eins.
Annað alriðið sem vekur nokkra furðu eru tekj-
urnar. þær eru liðugar 400 kr. á liverl mannsbarn
á landinu og liðugar 1200 kr. á hvern framfæranda.
ísland er dýrast af Norðurlöndum, eins og áður hefir
verið bent á. En þrátt fyrir það, þá er þjóðin hætt
að vera fátækt kotungsefnafólk. Landsmenn eru á
bezta vegi til að verða vel efnaðir, og þó að heims-
styrjöldin taki af þeim mestan liluta þess, sem þeir
hafa grætt á henni, og það er hún nú að gera, þá
er engin ástæða til þess fyrir landsmenn að kalla
sig fátæka, eða álíta sig vera neina veraldar aumingja.
Uppskeran til handa okkur af þeitn skoðunum verð-
ur aldrei annað en fyrirlitning annara þjóða á okkur.
7*