Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 107
IÐUNNJ
Um Jón Olafsson.
101
Góði málvinur! — Þú mælist til þess, að ég skriíi
um stjórnmálastarfsemi J. Ól. og áhrif hans á ís-
lenzka þjóðmenning. Pað er mér ofurefli svo vel sé,
því til að gera slíkl þarf meiri rithöfundar-hæfileika
en ég hefi yfir að ráða, og sá sein slíkt tæki sér
fyrir hendur, yrði að liafa við hendina svo mörg
gögn, sem ég hefi alls ekki, t. d. blöð þau, er Jón
Olafsson var ritstjóri að, Alþingistíðindin frá þing-
árum J. Ól. o. fl.
En vel má ég láta það að orðum þínum, að segja
niina skoðun um störf J. Ól. Mér var hlýtt til hans,
baéði sem privatmanns og stjórnmálamanns. Samtíðin
á oft erfitt með að fella réttan dóm um mikilmenni.
En samtíðin þarf að leggja til efnið í þann grund-
völl, sem síðari tíma dómarar byggja á dóm sinn
um mikilmenni, þegar starf þeirra er skoðað í óhlut-
drægu ljósi sögunnar.
Gætu þessar fáu athuganir mínar vakið óhlutdræg-
uri hugsun um þjóðmenningarstarf J. Ól. hjá þeim,
er síðar kynni að rita um starf hans, þá væri launað
mitt litla ómak.
Tímabili því, er .Jón Ólafsson starfaði að þjóðmál-
um íslands, má skifta í þrent.
1. Tímabilið frá skólaárum hans og þar til 1873,
að hann flúði til Ameríku.
2. Tímabilið frá því hann kom frá Ameríku 1875
°g þar til hann fór aftur lil Ameríku 1890.
3. Tímabilið frá því hann kom aftur frá Ameríku
1897 og þar til hann dó, 11. júlí 1916.
Til þess að skilja rétt áhrif þeirra og baráltuaðferð,
er fremstir slanda í stríðinu fyrir viðreisn lands og
lýðs, þarf að gera sér Ijósa grein fyrir, á hverju sligi
þjóðin stendur, þegar mikilmennin byrja baráttu sína.
Jón Olafsson liefir í æsku lj7st sinni skoðun á
samtið sinni í fjórum Ijóðlínum, þannig: