Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 109
IÐUNNj
. Ura Jón Ólafsson:
103
og lijörlu þeirra, er smekknæmastir voru. Og svo
kom Jón Sigurðsson, foringinn frægi og ógleymanlegi,
°g raðaði í fylking öllum þessum nj'vöknuðu öílum
1 þjóðlííinu til að berjast fyrir rétti og viðreisn hinnar
íslenzku þjóðar. Og árangurinn af lians göfuga starf:
var ómetanlegur. En mikill meiri liluti af starfi lians
gekk til þess að vekja þjóðina í heild til að liugsa
um rétt sinn og heirnta hann úr dönskum höndum.
Ekki svo að skilja, að J. S. hefði ekki opið auga
fyrir því er ábótavant var í þjóðlííinu bæði í and-
legum og verklegum efnum. I3að sýna störf hans til
að bæta skólafyrirkomulagið; hvatning hans til að fá
unga menn til að kynna sér reynslu annara þjóða í
húskap; barálta hans gegn fjárkláðanum, þegar mikill
meiri hluti þjóðarinnar var andstæður honurn o. fl.
En barálla hans fyrir rélli þjóðarinnar gagnvart
Oönum varð aðalstarf hans. Verzlunarfrelsið og stjórn-
irelsið voru málin, sem hann beitli öllu afli til að
koma í framkvæmd. Hin málin má nærri segja að
væru lijáverk.
Islenzka þjóðin var kúguð og kvalin um margar
nhlir af útlendri óstjórn, verzlunaránauð, liarðindum
°g drepsóttum, sem sjálfsagt urðu skæðari landi og
fyrir vanþekking, hirðuleysi og hjálrú, þessi þrjú
^hflgetnu afkvæmi ófrelsisins.
Þjóð, sem slíka forlíð á, tileinkar sér ekki á stutt-
uni tíma frelsishugsjónir, vaknar ekki til fulls, skilur
eklci ætlunarverk silt, trúir ekki á sjálfa sig og krafta
sina. Vanamókið, hugsjónalej'si og andlegur svefn
heftir dáðríkar framkvæmdir, byrgir glögga sjón á
kranitíðarmöguleikum lands og lýðs, er blasir við, ef
1(ht er stefnt. Slík þjóð þarf langan tíma til að vakna
ht fulls. Störf mikilmenna eins og J. S. og áhrif
þeirra koma ekki í ljós til fulls fyr en löngu síðar.
Sno kvað Matthías eftir mikilmenni: