Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 110
104
Jón Jónsson:
| IÐUNN
Birtist myrkviöur mannlífs sögu
fyrst viö fall foldarbjarka;
pá er lífsvefur langrar œfi
orðinn búningur yngri manna.
Það er hlutverk blaðamanna og rithöfunda öllum
fremur að vekja þjóðina af vanasvefninum, og- slíkir
menn þurfa oft að vera eins skapi farnir og skáldið,
sem kvað:
»Mér er yndi að ýta við
öllu, og sjá það kvikaw. (Sí. G. St.).
Rit Jóns Sigurðssonar (Ný Félagsrit og síðast And-
vari) komu að eins út einu sinni á ári og voru lesin
af miklu færri mönnum en skyldi. Víða að eins eilt
og tvö eintök keypt í sveit. Ritháttur J. S. var hóg-
vær, og hann sannfærði með djúpum rökum og með
miklum lærdómi. Blöðin voru þá fá á íslandi og ekki
fjöllesin né áhrifamikil, og efni þeirra oft að miklu
leyti fjárkláðaþras. Fluttu mjög lítið nýjar hugsjónir,
sem vekjandi væru. Hugsjón þjóðarinnar náði það
hæst að vonast eftir að geta lifað, þurfa ekki að
að svelta. Hefði einhver á árunum 1860—70 spáð
því, að eftir 40—50 ár yrði orðin sú framför á ís-
landi, sem nú er, þá mundi hann liafa verið, vægast
talað, álitinn draumóramaður. Og þó J. S. benti
þjóðinni vel á ýmislegl, sem hún þurfti að læra, þá
varð sú tilfinningin sterkust, sem hann vakti, að
vernda rétt sinn fyrir Dönum. Sú tilfinning æstist
líka að mun við það, að Danir, sem aldrei hafa
kunnað góð 'tök á þjóðum þeim, er verið hafa í
stjórnlegu sambandi við þá, reyndu með valdi að
berja niður þjóðvakninguna og leggja J. S. í einelli
og fleiri menn, er fylgdu honum trúlegast að málum.
Relta magnaði svo hitann í sljórnfrelsisbaráttu íslend-
inga, að nærri lá að logaði upp úr á síðari hluta
sjöunda tugar aldarinnar og fram að 1873. Þá var
æsingurinn orðinn svo mikill, að Jón Sigurðsson