Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 111
iðunn1
Um Jón Olafsson.
105
sjálfur varð að reyna að spekja hngi manna. Og
starf hans í því efni bar góðan árangur — eins og
* öðru. Af þeirri tilraun hans Ieiddi það, að kon-
ungur færði íslandi stjórnarskrána á 1000 ára þjóð-
hátíðinni 1874.
A þessum árum, þegar hilinn var mestur, kom
Jón Ólafsson fyrst fram á stjórnmálasviðið, þá óþrosk-
aður unglingur i latínuskólanum. — Árið 1868 byrj-
aði hann að gefa út Baldur, fyrsta blaðið sill. Skóla-
piltar voru þá eldrauðir fylgismenn J. S. — Og eld-
rauðastir allra voru þó Þingeyingar, stóðu þar í
broddi fylkingar, sr. Benedikt Kristjánsson, sr. Björn
1 Laufási, Jón á Gautlöndum, Einar í Nesi, Trjrggvi
Gunnarsson o. 11. Víðsvegar annarsstaðar um landið
''ar hitinn allmikill, hjá þeim er mestur menningar-
a»di var í. En það vantaði að vekja fjöldann
bl að hugsa um »landsins gagn og nauðsynjar«.
í*á kom J. Ól. fram með litla blaðið sitt Baldur,
kom fram sem einn eldheitasti fylgismaður J. S.
Hann hreif alþýðuna, því liugsanir hans báru vott
uni allan þann eldhita, sem ástríkur sonur gelur
synt, er hann ver veika móður. Og hann klæðir hugs-
anir sínar svo nöprum orðum sem óbilgjarn ungur
Vitsmunamaður á til í eigu sinni. Hann »ristir Dön-
nm og dönskum íslendingum naprast níð, sem nokkur
þekkir tíð« bæði í ljóðum og óbundnu máli. Hann
læt'ur ekkert aftra sér, livorki óvinsæld hjá ráðandi
niónnum, lögsóknir né sektir. Hann nær tökum á
hugum alþýðunnar ekki sisl fyrir það, að hann hafði
Jufnan tvö sverðin á lofti í einu, bæði ljóðin og
obundið mál, og hvert hans orð kom frá hjartanu.
Ljóð hans og ritgerðir hleyptu eldi í svo mikinn
fjölda æskulýðsins og brendu burt meira af vana-
hugsana-ruslinu en nokkrar hógværar og þurskyn-
samar tillögur mundu hafa gert.
Lg var að eins tæpum 3 árum yngri en J. Ól. Og