Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 112
106
Jón Jónsson:
| ÍÐUNN
niér er enn í minni livað menn vöknuðu við að lesa
íslendingabrag og Landshöfðingjahneykslið, sem
H.ilmar Finsen höfðaði málið út af, eflausl ekki að
ástæðulausu, eftir lögum og sið aldarinnar.
Á þessum árum höfðu orð J. Ól. eílaust meiri
áhrif til að vekja þjóðina, en nokkurs manns ann-
ars af fylgismönnum J. S. Ekki minst voru áhriíin
á okkur yngri mennina, sem vorum á líkum aldri
og J. Ól. Mér finst enn, nær hálfsjötugum, blóðið
renna örara, er ég hugsa um þá tíma. ^Þá var líf í
landi!« Jón Sigurðsson, þjóðhetjan göfuga, stóð eins
og bjargfastur kletlur og varði frelsi og heiður íslands
fyrir úllendu ofurvaldi, er það vildi þrengja sér inn
á þing þjóðarinnar og skerða rétt hennar, og honnm
fylgdu að málum fjöldi hinna vitrustu og göfugustu
manna. En á meðan óð J. Ól. inn í hversdagshýsi
þjóðarinnar, og hrópaði til þeirra, er hálf-sofandi
voru: »Vakið, vakið! verka til kveður, váleg yður
nú skelíinga tíð!« — — wánauð búin er frjálsborn-
um lýð« — — »Án vopna viðnám enn, þó veitum
frjálsir menn«. — — Og fjöldi mánns, er áður lá í
dvala, hrökk við og vaknaði. Og þegar þeir vissu að
sá, er hrópaði, var fátækur skólapiltur úr sveit; þegar
þeir lieyrðu, að höfðingjarnir ofsóttu hann fyrir að
hafa lcveðið íslendingabrag, svo hann yarð að flýja
land, og þegar þeir sáu hann koma aftur jafnskjótt
og viðvært var og ganga enn meiri berserksgang en
áður, móti útlendu og innlendu ofurvaldi, þá varð
þetla alt til að gera unglinginn J. Ól. að þjóðhetju í
augum mikils meiri liluta þjóðarinnar. — Ekki mun
það hafa dregið úr frelsisfunanum i hug .1. Ól., þegar
hann varð að flýja land fyrir málsókn út af ís-
lendingabrag, því þá fór liann lil Noregs. Þjóðernis-
barátta- Norðmanna var þá allheil, og Bjornstjerne
Bjornson og fleiri afbragðsmenn Norðmanna voru þá
á hezta skeiði. Það var því eðlilegt, að það hefði