Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 114
108
Jón Jónsson:
1ÍÐUNN
hugsunarhátt aIþ}Tðu. Frelsi íslands, frelsi einstak-
lingsins og framför íslands og íslenzku þjóðarinnar
var ætíð leiðarstjarna Jóns. Hann hlífði hvorki mönn-
um né málefnum, sem honum fanst að stæðu í vegi
fyrir frelsishugsjónum þeim, er hann barðist fyrir.
Hann var óhlífinn og óbilgjarn í orðum og hefði
sjálfsagt oft getað sagt ýmislegt með orðum, er minna
hefðu sært andstæðinga hans, jafn mikið vald og
hann hafði á íslenzku máli. Þeir voru oft ósammála
dr. Grimur Thomsen og Jón Ólafsson. En sjálfsagt
hafa þeir verið sammála um það, »að ekki er til
neins að vega með öðrum vopnum en þeim, sem
bit&«. Það var svar dr. Gríms til kunningja hans, er
brá honuin um að hann hefði haft ósvífin orð í deilu.
Þannig endaði þá fyrsta tímabilið af stjórnmála-
starfi J. Ól. Hann var dæmdur í 1200 ríkisdala sekt
(eða fangelsi) fyrir »landshöfðingjahneyksli«. Jón var
þá bláfátækur, lifði við þröngan 'kost, og átti að eins
fötin, sem hann stóð í. Það var um þingtímann
1873. Bróðir Jóns, Páll Ólafsson skáld, var þá á
þingi. Hann kom Jóni á laun í skip, er fór til Eng-
lands, keypti handa .honum farbréf til Vesturheims
og klæði sæmileg, og gaf honum alt að 200 ríkisdali
fyrir utan farbréf.
Páll sagði mér eitt sinn frá atvikunum við burlför
Jóns og lýsir sú saga Jóni að nokkru á þeim árum.
»Eg sá að málið var tapað«, sagði Páll, »liafði ei
peningaráð til að borga sekt Jóns og sá því ei annan
veg en reyna að koma honum til Ameríku. Engum
þorði ég að trúa fyrir því, nema tveim innilegustu
og gætnustu vinum Jóns, er ég þekti að drengskap.
Voru það þeir Eiríkur Briern og sr. Jens Pálsson.
Eiríkur varaði mig við því, að ég mætti ei skilja við
Jón eina stund, eftir að hann vissi þessa ráðagerð,
því hann færi þá að kveðja kunningjana og nlt
kæmist upp, því ekki kynni Jón að hræðast. Eg sagði