Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 116
110
Jón Jónsson:
; IÐUNN
og févana. — »Enginn maður hefir komið mér til
að skammast min eins og H. Finsen«, sagði Jón
hlæjandi við mig einu sinni. »Þegar ég kom frá
Ameríku, þá hittumst við á Seyðisfirði. Hilmar heils-
aði mér glaðlega eins og gömlum kunningja og tók
mig tali. — »Hérna eru nú með mér tveir drengirnir
mínir«, sagði hann, »sýnist yður þeir ekki hafa
þroskast síðan við sáumst síðast?« — »Eg vissi
ekk, hvað ég átti af mér að gera«, sagði Jón, »og
verður mér þó ekki bylt við alt«.
Tveirn dögum eftir að Jón flúði til Ameríku, sagðist
Páll bróðir hans hafa átt erindi til H. Finsens. —
»Hann tók mér kurteislega«, sagði Páll, »eins og
vandi lians var. Og þegar ég hafði lokið erindi mínu,
sneri liann sér að mér og spurði, hvort ég vissi
nokkuð um Jón bróður minn, hann væri liorfinn.
Mér fór nú ekki að lítast á blikuna, en hugsaði, að
bezt mundi vera að segja eins og var og svaraði því,
að Jón væri kominn á leið til Ameríku. »Það verður
erfitt fyrir hann, félausan og óvanan vinnu«, sagði
Hilmar. »Hann hafði dálítið af peningum«, svaraði
Páll. »Það er gott fyrir liann«, sagði Hilmar. »Eg
óska honum góðrar framlíðar«.
Ekki undi Jón lengi í Ameríku, þó þar »hefði
hann i fyrsta sinni fundið frelsi í þessum heimi«.
Hann kom aftur til íslands 1875, fór þá fyrst að
vinna við verzlunarslörf á Eskifirði og að tveim ár-
um liðnum stofnaði liann þar blaðið Skuld og keypti
prentsmiðýu. 1880 var hann kosinn þingmaður fyrir
Suður-Múlasýslu. Var þá keppinautur hans Jón Á.
Johnsen, sýslumaður Sunnmýlinga, vinsæll og mikils
metinn. En J. Ól. bar liærri hlut við kosninguna og
var það í fyrsta sinn, að sýslumaður hafði fallið við
kosningu í sinni eigin sýslu frá því alþingi var end-
urreist 1845. Sýnir það, hve mikið traust og lilý
ítök J. ()1. átti í hugum manna, þá rétt þrítugur.