Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 117
IÐUNN1
Um Jón Ólafsson.
111
II.
Þegar Jón Ólafsson kom heim frá Vesturheimi
sumarið 1875, var háð hið fyrsta löggjafarþing ís-
lands, samkvæml stjórnarskránni, er Kristján kon-
ungur 9. færði íslandi á 1000 ára minningarhálíð
landsins. Hafði nú verið fjölgað þingmönnum og
þinginu bæst ýmsir nýir starfskraftar. Jón Sigurðs-
son var þá hniginn mjög að heilsu og aldri, en liafði
þó á hendi ílokksstjórn og var forseti þingsins á
tveimur fyrstu löggjafarþingum. þeir, sem mest kvað
að á þinginu, voru dr. Gr. Thomsen, Ben. Sveinsson,
Tryggvi Gunnarsson, sr. Þór. Böðvarsson, af hinum
eldti þingmönnum, og í þann lióp bættist svo sr.
Arnl. Ólafsson, er komst inn á þing aftur 1877. —
Af nýrri þingmönnum var Einar Ásmundsson einna
atkvæðamestur og bezt mentaður, djúphygginn og
framsýnn. — Það varð hlutverk dr. Gr. Thomsens
að brjóta fjármálabrautina fyrstu, er þingið fékk
fjárforræði. Dr. Grímur hafði eflaust mesta stjórn-
kænsku allra þáverandi þingtnanna og var þaulvanur
fjármála og stjórnmálamaður. Hafði hann um tíma
haft á hendi ábyrgðarmikil störf í ulanríkisráðaneyti
Hana. Þó Grími væri oft um það brugðið, og eklci
að ástæðulausu, að hann drægi taum Dana í deilum
íslendinga við þá, reyndist hann í þelta sinn íslend-
'ngum vel og gekk fast eftir fjármálarétti hins nýja
löggjafarþings. Er það skemtilegt mál fyrir atliugulan
lesanda, að lesa viðureign þeirra Hilmars Finsens
°g hans í umræðum um fjármálin, því Hilmar dró
taum Dana sem trúr erindreki dönsku stjórnarinnar
°g vildi lakmarka fjármálaréttinn, svo sem honum
tanst lög leyfa. En hann átti þar ekki við lambið að
leika, sem dr. Gr. Th. var. Og það er spá min,
þegar rituð verður óhlutdrægt stjórnmálasaga íslend-
'endinga, að dr. Grímur Tliomsen fái þá viðurkenn-
lng meiri en honum hefir enn hlotnast fyrir það,