Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 118
112
Jón Jónsson:
[ IÐUNN
hve vel liann braut fyrstu fjármálaslóðina. Þingið
fór nú að snúa sér meira að því að bæta innan-
lands-fyrirkomulagið, stofna og styrkja skóla o. íl.
En eitt fyrsta verk þess var samt að bæta laun em-
bætlismanna. Varð það all-óvinsælt hjá bændatyð
landsins, en varð þó eflaust til að vekja hugsun
bænda um þingmálin, því nú sáu þeir, að þingið
bafði rétt til að leggja á gjöld og veita fé til þjóð-
þrifa, og ekki stóð því á sama, hverjir á þingi sætu.
Allir þessir mikilhæfu menn, sem áður eru taldir,
og ýmsir fleiri sem ótaldir eru, höfðu mikinn ábuga
á landsmálum, og einlæga löngun til að stuðla að
því, að þjóðin færði sér sem bezt í nyt rétt þann í
stjórn og löggjöf, er henni liafði hlotnast með hinni
nýju stjórnarskrá. En þá vantaði mann á þingið,
sem gagntekinn væri af Jýðfrelsisstefnu þeirra þjóða,
er lengst voru komnar á þeim tíma í lýðfrelsishug-
sjónum og framkvæmd þeirra. Og þetta skarð í þing-
liðinu fylti Jón Ólafsson, þegar hann kom á þing.
Er það ekki sagt til að rýra gildi annara mikilmenna,
er þá voru uppi, því eftir marga þeirra liggja mörg
og göfug störf, er orðið hafa íslandi til viðreisnar.
Ráðgjafaþingin voru í öllum lýðfrelsismálum fremur
þröngsýn, e}'ddu oft miklum tíma til að ræða um
öreigagiftingar og ýmis mál af sama tagi. Var það
ef til vill afsakanlegt, þvi þau höfðu að eins ráð-
gefandi vald og tillögur þeirra oft lítils metnar; og
við það sljófgast ætíð ábyrgðartilfinningin, svo og
aflið til að leita að rótum þjóðmeinanna og finna
lækning við þeim.
Þegar Jón Ólafsson fór nú að starfa í stjórnmál-
um íslands, var hann, eins og áður er sagt, nýkom-
inn frá Vesturheimi eftir tveggja ára dvöl þar og hafði
aflað sér þar mikillar þekkingar á ýmsu og náð
miklum andlegum þroska. Hann hafði í allra fylsta
mæli þann eiginleika að grípa n^'jar liugmyndir, og