Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 121
IÐUNNl
Um Jón Ólafsson.
115
Altaf hafði J. Ól. óskert traust Austfirðinga sem
sljórnmálamaður, hvenær sem hann leitaði þar kosn-
inga. Og það ætla ég mætti með mörgum rökum
sýna, að margir þeirra manna, er mestu hafa látið
sig skifta stjórnmál og þjóðvakning á Austurlandi
síðasta hluta liðinnar aldar, og það sem af er þessari
öld, hafi orðið fyrir áhrifum til góðs frá J. Ól. eða
þá öðrum, sem hann hafði áhrif á. Þarf ekki annað
en nefna sr. Einar lieitinn Þórðarson, sem var mjög
handgenginn Jóni á skólaárum sínum og sleit aldrei
trygð við Jón, þó þeir lentu i andstæðum stjórn-
málaflokkum. Sr. E. Þ. var einn mikilhæfasti og
sannfrjálslyndasti sljórnmálamaður á Auslurlandi og
trúði af hjarta á frelsið og þekkinguna eins og J. Ól.
Hefði hann sjálfsagt orðið Austurlandi og íslandi í
heild sinni með þörfustu mönnum, og mörgu góðu
komið í framkvæmd, hefði hann ei fallið ungur fyrir
örlög fram, fyrir allögu »hvíta dauðans«.
J. Ól. komst á þing um kosningarnar 1880. Fékk
fiann þegar viðurkenning, jafnvel mótstöðumanna,
fyrir að vera einn hinna allra mikilhæfustu þingmanna,
°g þótti af fleslum bera að stjórnmálaþekking. Auk
þess var hann með allra mælskustu þingmönnum,
°g einkendi það ræður hans, auk skarpleikans, hvað
þær voru Ijósar og greiddu vel úr málefnunum. Það
að vera ljós í ræðu og riti var sá eiginleiki J. Ól.,
sem ekki sízl ávann honum alþýðuhylli. Man ég það
eitt sinn, er Jón var ritstjóri Nýju aldarinnar í Reykja-
vík og hafði ritað í hana grein er hann nefndi »Leiðir
°g lendingar í stjórnarskrármálinu«, þá kom til mín
meðalgreindur alþýðumaður, sem ekki hafði mikinn
stjórnmálaáhuga og fór að tala um þessa grein. Orð
hans féllu eitthvað á þessa leið: »Ég liefi nú aldrei
skilið mikið í þessu stjórnarskrármáli, þó þið hafið
verið að ræða og rila uin það, þingmennirnir, fyr en
8*