Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 124
118
Jón Jónsson:
l IÐUNN
hann hafði mesta persónulega þekking á málum hér
vestra. Ekki skal ég neinn dóm á það leggja, hvorir
réttara liöfðu í þeirri deilu, þeir er töldu miðlunina
réttarafsa), eða hinir sem álitu hana íslaudi holla,
og því síður vil ég um það dæma af því ég var þá
»einn í eldinum«. En um það get ég borið, að það
var innileg sannfæring J. Ól., að það fyrirkomulag
væri íslendingum holt. En vera má, að hann og við
sem fylgdum lionum að málum, höfum of litla áherzlu
lagt á það, hve ólíkur hugsunarháltur Englendinga
og Dana er í utanríkismálum. Og játa skal ég það,
gleggri er mér nú sá mismunur, síðan ég kyntist
nánara sambandi Brela og Kanadamanna og annara
þjóða, er í stjórnlegu sambandi eru við Breta.
Hiklaust er það mín skoðun að J. Ól. liafi á þessu
öðru tímabili þjóðmálastarfsemi sinnar verið einn í
tölu þeirra, er mest og bezl áhrif höfðu til að efla
holla stefnu í þjóðmálum íslands, mannréttinda- og
lýðvaldsstefnu.
III.
Um hið þriðja tímabil í þjóðmálastarfsemi J. Ól.
verð ég fáorður; þar skortir mig kunnugleika. Eg
var þá kominn liér vestur og hafði ei kost á að sjá
blað það, er J. ÓI. ritaði. Mörgum þótti J. Ól. þá
bregða þeirri stefnu, er liann hafði áður í'ylgt, að
fylgja fram ítrustu réltarkröfum íslendinga og gæta
þess að kasla ei fyrir borð gömlum þýðingarmiklum
rétti. Og ég var einn í þeirra tölu, er sú hugsun greip.
En það mál liggur of nærri til að fella um það dóm.
Sagan mun síðar gera það. En aldrei hefi ég efast
um, að J. Ól. hefir þá í svipinn verið sannfærður
um, að sú stefna, er liann aðhyltist, hefði orðið ís-
landi til góðs, eins og ég veit að heíir verið sann-
færing svo margra góðra drengja, er þann flokk fyltu.