Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 125
IÐUNN ]
Um Jón Ólafsson.
119
Eg þekti of vel ást Jóns Ólafssonar á íslandi til að
efast uni það. Og þegar »Uppkasts-mennirnir« og
töluverður bluti andstæðinga þeirra kom sér saman
um nýjar breytingar á »Uppkastinu« (þetla sem and-
stæðingar ílokksins nefndu »bræðing« og »grút«) þá
skarst J. Ól. úr leik að fj'Igja þeim. Það sýndi, að
hann var ekki flokksbundinn.
Eftir blaðafréttum og bréfum að heiman að dæma
þá starfaði J. Ól. með sama áhuga og eldfjöri að
stjórnmálum, eftir að hann gekk í Heimastjórnar-
flokkinn eins og áður. »Gekk fram um skjöldu« til
að verja málstað ílokksins í ræðu og riti; og stór-
mál það, er sá flokkur kom í framkvæmd, ritsíma-
málið, studdi J. ÓI. og barðist fyrir með ráði og dáð.
Mér íinst altaf H. Hafstein hafa verið ómaklega níddur
fyrir það mál. í mínum augum heíir hann, og þeir
bezt studdu liann í því máli, reist sér óbrotgjarnan
minnisvarða í þjóðmenningarsögu íslands. Síminn
hefir orðið íslandi svo mikil blessun, að enginn fær
tölum talið, og þó einhver galli kunni að vera á
sainningum við Stóra norræna félagið, þá verður
vonandi þjóðmenningarþroski íslands farinn að auk-
ast svo, þegar þeir eru útrunnir, eftir nokkur ár hér
h'á, að þjóðin liafi þroska til að hrinda burtu, því
sem áfátt er í samningunum. Ég tel H. Hafstein og
J.Ól., og aðra, er fyrir því börðust, hafa séð þar rétt,
hvaða stórmál það var, sem enga bið þoldi að kæm-
*st í framkvæmd. Lastyrðin til H. Hafstein fyrir það
•oál eru einn ávöxtur þessa blinda flokksofstækis,
sem svo margar þjóðir er að eyðileggja, er reynir að
§era all að svívirðingarmálum, sem hinn flokkurinn
gerir, hversu mikið þjóðþrifaverk sem það er.
Svo mikið heíi ég séð uin starfsemi J. Ól. síðustu
arin, að ég þykist geta með sanni sagt, að hann
sviki aldrei skoðun sína um mannréltindi og lýð-
sljórn, þó hann hafi ef til vill á efri árum liand-