Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 126
120
Jón Jónsson:
l IÐUNN
fjatlað þau mál með meiri gætni en áður. Rauði
þráðurinn í allri baráttu J. Ól. íyrir íslenzkri þjóð-
menning var frelsisást, löngun til að vinna að því,
að íslenzka þjóðin yrði þekkingarrík, sjálfstæð, fram-
kvæmdarsöm og frjáls þjóð. Og innilega barnsleg ást
til íslands og íslenzku þjóðarinnar var sú lind, sem
alt hans lífsstarf var úr sprottið.
Starf J. Ól. til þroskunar íslenzkri tungu~er al-
kunnugt. Hann vann ótrauðlega að því að fegra hana
og fullkoinna. ()g ég tel það öfgalaust sagt, að eng-
inn hans samtíðarmanna liaíi verið honum áhrifa-
meiri í því efni. Sjálfur ritaði hann ljóst og hreint
og hljómfagurt mál, sem mörgum yngri mönnum
hefir orðið fyrirmynd, og hann fann hlífðarlaust að
málinu hjá þeim rithöfundum, er honum þótti mis-
bjóða íslenzkunni. Hann auðgaði íslenzkt mál að
mörgum ágætum nýyrðum, er náð liafa feslu bæði í
íslenzku ritmáli og alþýðumáli.
Lífsleið J. ÓI. var oft »ba:ði lilykkjótl og skrykkj-
ótt« eins og sr. Matthías komst að orði um liann. Hann
lenti í mörg æfinlýri um dagana. Hann var svo hik-
laus og ákveðinn í öllu, að galla þeirra, er voru á
lífsstaríi hans og skapferli, gætti meira heldur en hjá
mörgum hálfvelgjufullum miðlungsmönnum, er sömu
gallana hafa — stundum á hærra stigi en J. Ól. En
kostirnir og snildin voru svo augljós líka, og þó hann
veitti mörg sár í ritdeilum sínum, stundum stærri en
þörf var á, þá voru þau ekki af mannhatri veilt.
Hann hjó til beggja handa, þegar hann var að ryðja
braut málstað þeim, er liann barðist fyrir, og hlífði
þá hvorki vinum né óvinum. Hans löngun var að
ryðja úr vegi öllu, sem stóð í vegi fyrir því, er var
satt og rétt að hans áliti, og því var hann oft svo
sárbeiltur. En ætíð var hann reiðubúinn að sættast