Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 127
IBUNN|
Um Jón Ólafsson.
121
við mótstöðumenn sína og vinna með þeim, ef skoð-
anir gátu samrýmst. Og jafnvel í hörðustu deilunum
v>ðurkendi hann, ef honuin fanst andstæðingurinn
hafa gert eitthvað það, er snildarbragð var að. Má
dæmis um það geta þess, að þegar þeir Einar
Hjörleifsson og J. Ól. voru ritsljórar sinn að livoru
blaði í Winnipeg og létu dynja hvor yfir annan
hlaðaskammirnar, þá tók J. Ól. upp í blað sitt 2 eða
d snildarkvæði eftir Einar og benti lesendum sínum
a> hvert snildarverk lcvæðin væru. J. Ól. hefir líka
fcngið látinn þögula viðurkenning þess, að beiskyrði
hans hafa gleymst, af því enginn hefir álitið þau af
•pannhatri sögð, heldur að eins af bardaga-áhuga.
khl þau blöð, er ég hefi séð frá íslandi og eins ís-
lenzku blöðin hér vestra, jafnt andstæðingablöð lians
sem hin, minnast hans hlj'lega við lát lians og telja
hann einn mikilhæfasta snildarmann sinnar tíðar.
J. Ól. var prúðmenni og hinn kurteisasti í allri
h'amkomu liversdagslega, jafnt við vini sein and-
slæðinga. Hjartagóður við alla, er bágt áttu, og tók
°ft svari lílilmagnans. Og engan mann liefi ég heyrt
lneð sárari gremju um það tala en J. Ól., ef hann
Sa kærulausa unglinga sýna óvirðing öldruðu fólki,
°g einkum ef það var umkomulítið.
Jón Ólafsson var nú kominn í meiri ró og næði
1 ellinni en honum liafði nokkurntíma áður hlotnast
a lifsleiðinni. Fjárhagur hans orðinn sæmilega góður
pg starfskraftar hans óbilaðir. — En þá var honum
1 hurlu kipt — og endir bundinn á framkvæmd hans
kærustu liugsjóna. En lengi mun .1. Ól. ininst. Og
saga íslands mun geyma minning hans. Ég hygg það
lnuni spádómsorð verða, sem síðar sannist, niður-
lagserindið úr kvæði því, er »Klettafjalla-skáldið«
okkar V.-íslendinga (St. G. St.) kvað til .1. Ól ., þá er
•h Ól. auglýsti, að hann væri hættur blaðamensku: