Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 128
122 Jón Jónsson: Um Jón Ólafsson. ciðunn
sPaö skal sjást að fórstu fyrri
fremst meö goðorð vorrar aldar,
þegar loks um Þingvöll sögu
þú með svipum búðir tjaldar«.
Og nú tjaldar Jón Ólafsson, á Þingvelli sögunnar
íslenzku, með þeim Tómasi, Konráði og Jónasi.
»Situr hann þar hjá Agli og Njáli,
Abraliams lionum er það skaut«,
svo kvað Gr. Thomsen um Konráð látinn.
Siglunes P. 0. 27. okt. 1910.
Um smitun og ónæmi.
Eftir
Sigurð IVIagnússon á Vífilsstöðum.
Hinar smitandi sóltir eiga rót sína að rekja til.
afarsmárra lifandi vera, gerlanna, og er hver ein-
stök sólt bundin við sérstaka gerlalegund. Raunar
hafa menn enn ekki fundið geril allra þessara sjúk-
dóma, svo sem skarlatssýkinnar, mislinganna, rauðra
hunda, hlaupabólu, bólusóttar og hettusóttar, en vafa-
laust eru þetla alt gerlasóttir. Flestar gerlategundir
teljast til hinna lægstu jurta (bakteriur), en nokkrar
eru þó úr flokki hinna lægstu dýra, frumd5rranna
{protozoa).
Gerlar þeir, er sjúkdómum valda, eru ekki nema
ofurlítill hluti af öllum þeim aragrúa af gerlum, sem
til eru í náttúrunni. Skal hér sérstaklega gerð grein