Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 129
IÐUNN ] Sig. Magnússon: Um smitun og ónæmi.
123
fyrir því, hvernig líkami manna (og (tyra) hagar við-
ureign sinni við þessa sóttkveikjandi gerla, og
hvernig hann fer að sigrast á þeim. Með öðrum orð-
um: hvernig hann verður ónæmur (imnwnj fyrir
þeim og eituráhrifum þeirra. Það eru þvi nokkur
atriði úr ónæmisfræðinni /Immnnitets-írædinni)
sem hér skulu tekin til meðferðar.
Það er alkunnugt, að ýmsa sjúkdóma fá menn venju-
lega ekki nema einu sinni á æfinni. Svo er um mislinga,
skarlatssýki og taugaveiki og 11. sjúkdóma. Ef menn
bafa fengið einhvern þeirra, þá eru menn ónæmir
fyrir þessum sama sjúkdómi upp frá því. Aftur eru
aðrar smitandi sóttir, sem algengt er að menn fái
oftar en einu sinni, svo sem barnaveiki, iníluenzu,
lungnabólgu, heimakomu o. s. frv. Þó er það senni-
legt, að eitthverl ónæmi fylgi hverri smitandi sótt, en
ónæmið er inismunandi traust, stendur stundum ekki
nema um stundarsakir. Þetta ónæmi er að þakka
sérstökum efnum, sem myndast í líkamanum við
sjúkdóminn, og verka þau ekki að eins á móti eitur-
efnum gerlanna, meðan á sjúkdómnum stendur, heldur
baldast þau lengi í líkamanum, og eru til taks, ef
sama sjúkdóm ber að höndum síðar. Ónæmisfræðin
er því aðallega l'ræðin um þessi gagnefni (þ. Anti-
körper, d. AntisloíTer).
Það má skifla sóttkveikjandi gerlum í tvo flokka:
óteitur-gerla og inneitur-gerla. Munurinn er sá,
að hinir fyrnefndu framleiða eða byrla eitur (toxin,
ektotoxinj, meðan þeir eru lifandi. Gerlaeitrið eru
vessar, sem smita út úr þeim. Hinir, inneitur-gerl-
arnir, framleiða ekki eitur á sama hátt, en líkami
þeirra er sjálfur eitraður, en þetta eiturefni, inn-
eitrið (endotoxin) kemur ekki til greina, fyr en þeir
deyja og lej'sast sundur. Við sýkingu manna eða
dýra er einnig sá munur, að úteitur-gerlarnir lialdast
við á þeim stað, er fyrst sýkist, þ. e. þar sem þeir