Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 130
124
Sigurður Magnússon:
[IÐUNN
ná fyrst tökuin á frumum líkamans, en þaðan flyzt
eitrið, sem þeir byrla, um allan líkamann með blóð-
inu, en ekki gerlarnir sjálfir. Aftur á móti flytjast
inneitur-gerlarnir sjálfir með blóðinu, en einatt setjast
þeir þó að einu líífæri fremur en öðru. Þannig sýkj-
ast t. d. garnirnar sérstaklega við taugaveiki, lungun
við lungnabólgu, en gerlarnir finnast þó hvervetna í
blóðinu.
Vér skulum nú athuga þessa tvo flokka nánar.
I.
Úteitur-gerlar.
Menn þekkja tiltölulega fáa gerla af þessum llokki,
og skulu hér að eins nefndir barnaveikisgerillinn
og ginklofagerillinn, enda er eitur þeirra og gagn^
eitur betur þekt en annara gerla og fyr. Árið 1890
fann Behring1) barnaveikisgagneitrið og ginklofagagn-
eitrið, og má segja að þá liafi aðalgrundvöllur ónæm-
isfræðinnar verið lagður.
Barnaveiki (Difterilis] þekkja allir. Gerlarnir selj-
ast að í kokinu og byrla þar eitur sitt. Það fer svo
út í blóðið og sýkir líkamann. Behring gat nú sannað:
1. að barnaveikiseitrið framkallar gagneitur [anii-
toxinj í líkamanum.
- 2. að þelta gagneitur kemur fram í blóðvatni
[serumj sjúklingsins.
3. að gagneitrið er sérstaks eðlis, þ. e. að það
verkar að eins á móti barnaveikiseitrinu, en er áhrifa-
laust gegn öllum öðrum eiturtegundum.
4. að liægt er með barnaveikiseitri að framkalla
1) Emil von Beliring, þýzkur læknir, fæddur 15. marz 1854, dó 31.
marz þ. á. Lát lians er siminn nýbúinn aö flytja. Hann má telja meö
frægustu vísindamönnum vorra tima og einn af mestu velgeröamönnum
mannkynsins. Hann var sá fyrsti, er féltk Nobelsverðlaunin i læknis-
fræði (1(J01).