Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 131
IÖUNN1
Um smitun og ónæmi.
125
afarsterka gagneitursmyndnn í ýtnsum dýrum, taka
svo þetta gagneitur úr dýrunum og lækna með þvi
barnaveiki hjá mönnum, eða fyrirbyggja veikina, ef
hún er ekki byrjuð. *
Þegar framleiða skal gagneitrið, þá eru barnaveikis-
gerlarnir fyrst ræktaðir í einskonar kjötsoði, og eitr-
inu, sem þá myndast, er svo spýlt inn 1 hesta. Inn-
spýtingin er svo endurtekin livað eftir annað með
stærra og stærra eiturskamti, en gagneitur hestsins
vex að sama skapi smám saman. Gagneitrið mynd-
ast í blóðvatni hestsins og getur orðið afarsterkt. Er
þelta blóðvaln tekið úr hestinum og haft lil lækninga.
Það er enginn efi á því, að þetta blóðvatn er meðal
hinna beztu læknisdóma, sem til eru, og lífi margra
barna hefir það bjargað, þó ekki komi það ætíð að
gagni fremur en önnur lyf. Langbezt nýtur það sín
í byrjun veikinnar, áður en eitrið heíir gagntekið
líkamann. Seinna getur svo farið, að eitrið hafi gengið
i svo fast samband við frumur Iíkamans, að gagn-
eitrið nái ekki að leysa það samband. Aftur á móti
er hlóðvatnið nærri óbrigðult meðal til þess að fyrir-
kyggja sinitun, ef því er spýtt inn í tæka tíð. Þá nær
gagneitrið að samlagast eitrinu í blóðvökvanum, og
nær eitrið þá ekki tökum á frumum líkamans. Það
er því góð regla, ef einhver fær barnaveiki, að spýta
barnaveikislyíinu í þá, sem heilbrigðir eru á heimil-
inu, eða í börnin að minsta kosti. Raunar stendur
þetta ónæmi ekki lengi, því líkaminn skilur sig furðu
íljótt við aðfengið gagneilur.
Eins og sagt hefir verið, ej’ðir gagneitrið verkunum
«ilursins, en drepur ekki gerlana, en þeir verða skað-
lausir og áhrifalausir fyrir sjúklinginn sjálfan, og
deyja venjulega áður langt um líður, en stundum
geta þeir þó lifað lengi eftir að sjúklingnum er batn-
að og smitað aðra, sem næmir eru. Slíkir sjúklingar
(»gerlaberar«) eiga oft þátt í útbreiðslu barnaveikinnar.