Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 133
IÐUNN|
Um smitun og ónæmi.
127
Þó að kenning hans sé að vísu að nokkru leyti til-
gáta, þá er hún svo aðlaðandi og sennileg og bygð
á svo mörgum staðreyndum og tilraunum, að ekki
er furða þó hún hafi náð svo mikilli hylli. Skal hér
leitast við að gera nokkura grein fyrir kenningu
þessari.
Fyrst vil ég biðja menn að minnast, að gerlaeitrið
getur ekki sýkt líkamann nema það nái föstuin tök-
um á frumum líkamans.
Ehrlich hyggur frymið fprotoplasmaj bygt á líkan
hátt og benzol-samböndin* 1). En hverja sameind
(molekul) í benzol-samböndum hugsa menn sér þannig
bygða, að í miðið er benzol-kjarninn (benzol-hring-
urinn) og út frá lionum í allar áttir ganga hinar
svokölluðu hliðarkeðjur. Eru þær að vísu í sam-
bandi við kjarnann, en ekki fastari en svo, að þær
geta tekið ýmsum breytingum, gengið í samband við
önnur efni og losnað frá kjarnanum að meiru eða
minna leyti. Sameind frymisins hyggur Ehrlich bygða
á líkan hátt, af myndunarkjarna og hliðarkeðjum.
Hliðarkeðjuna kallar hann móttaka (ReceptorJ. Hafa
móttakar þessir ýmislega þýðingu og eru ýmislega
bygðir, eftir því hver efni eða efnasambönd þeim er
ætlað að binda. Þannig bindast næringarefnin, eftir
kenningu E., sérstökum móttökum, og er næring
frumanna í því fólgin.
Nú vík ég að gerlaeitrinu. Ehrlich hyggur sameind
þess samsetta af tveim hlutum: eiturhluta og
tengihluta. Til þess að eitrið hafi áhrif verður
tengihluti að festast við móttaka. Menn hafa líkt
tengihluta við lykil og móttaka við skráargat. Eins
og lyklar liafa mismunandi lögun, eins hafa tengi-
hlutar mismunandi bygging eða lögun, og til þeirra
ónœmisfræði. Fann liið ágæta Syfilis-meðal »Salvarsan«. Illaut Nobels-
^erðlaun 1908 ásnmt Metschnikoff.
1) Sjá Ágúst H. Bjarnason: Heimsmyndin nýja, Iðunn 191G, hls.56.