Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 137
IÐUNN]
Ura smitun og ónæmi.
131
vörninni. Metchnikoff1) hélt því frarn, að þær önn-
uðust hana að mestu leyti, að þær væru lierskarar
líkamans á móti gerlunum. Hann nefnir þær át-
frumur /Fagocijta), og gat sýnt fram á, að þær taka
gerlana inn í sig — gleypa þá og »éta«. Síðan hefir
þetta nafn við þær loðað og er sannnefni, því þær
eru svo mikil »átvögl«, að þær gleypa bæði dauða
og lifandi gerla, kolaagnir, litarefni og þesskonar
lauslegar aðskotaagnir sem komast inn í líkamann.
Meira að segja geta þær stundum lagst á frumur
sjálfs líkamans, þær er veiklaðar eru eða sjúkar.
Metchnikolf gat sannað, að þær eru mjög starfandi,
þegar líkaminn hrörnar í ellinni, því sumar þeirra
eru síungar og sígráðugar og leggjast á þá frumu-
einstaklinga, sem farnir eru að lála sig. t*ær éta t. d.
litarefnin úr hárinu og gera menn gráhærða. Það eru
að vísu smámunir, e'n hitt er lakara, að þær leggjast
á hin göfgari líffæri, svo sem lifur, nýru og taugakerfi
o. s. frv. Af þessu sést, að ófriðar- og bardagaeðlið
á sér djúpar rætur í mannlegri náttúru!
Menn liafa deilt um það, hvort átfrumur geti unnið
á lifandi gerlum. Flestir eru á því, að þær geti það
ekki hjálparlaust, en ef gerlarnir verða fyrir áhrifum
gagnefna blóðvatnsins, þá eigi átfrumurnar hægt með
að éla þá. Menn hafa fundið sérstakt gagnefni í
blóðvatninu, sem nefnt er gerlakrydd [OpsoninJ,
sem þannig verkar. Margir eru þó þeirrar skoðunar,
að þetta efni sé ekki annað en leysirinn, sem áður
er nefndur. Með öðrum orðum: átfrumurnar geta ekki
umfið á gerlunum, nema þeir séu að meiru eða minna
leyti uppleystir eða veiklaðir af gerlaleysinum; ef svo
er ekki, þá geta gerlarnir lifað inni í átfrumunum
°g þær dáið af völdum gerlanna.
Ekki hefir fundist neitt gagneitur á móti inneilrinu
1) Sjá Iðunn II, 1-2, bls. 02.
9*