Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 138
132
Sigurð.ur Magnússon:
; IÐUNN’
sjálfu, og vita .menn ekki með vissú, kvernig fer um
það í líkamanum, en líklegt þykir, að átfrumurnar
geti eytt því með nokkurskonar brenslu, en sumt fer
burt úr líkamanum með greftri og vessum.
Líkaminn verst því inneiturgerlum með því
móti, að gerlaleysirinn leysir þá upp að öllu
eða nokkru leyti og álfrumurnar birða svo
leyfarnar.
Bólusetningar. Áður var frá því skýrt, að hægt
væri að lækna barnaveiki og gera menn ónæma fyrir
henni með aðfengnu ónæmi (gagnefni úr dýrum). Er
nú þetta bægt við sjúkdóma þá, sem hér er um að
ræða? Aðferðin hefir raunar verið reynd við marga
þessara sjúkdóma, en árangurinn orðið fremur lítill.
Aftur hefir önnur aðferð tekist belur — að skapa
sjálffengið ónæmi (eða gagnefni) eða auka
það, ef sjúkdómurinn er byrjaður Til þess
verður að nola sömu gerlategund, sem verið er að
afla ónæmis við. Að nota gerlana óbrejdta og lifandi
er of hættulegt, þegar um menn er að ræða. Ef nol-
aðir væru t. d. taugaveikisgerlar eða berklagerlar, þá
gæti maðurinn fengið taugaveiki eða berklaveiki, og
og þá væri seinni villan verri binni fyrri. En nú keíir
mönnum hugkvæmst að nota dauða gerla, og
reynslan hefir sýnt, að þeir framkálla gagnefni, sem
svo aftur getur verkað á lifandi gerla af sömu teg-
und. Þessi aðferð er nefnd bólusetning (VaccinationJ
eftir hinni alþektu aðferð móti bólusóttinni, sem siðar
skal drepið á. Bóluefninu (gerlunum) er dælt inn í
blóðið eða inn undir hörundið
Slík bólusetning með dauðum gerlum befir á sið-
ustu árum komið að allgóðu liði í baráttunni við
taugaveiki. Það er mjög rómað, live mikið gagn sé
að henni, ekki sízt nú á vígvöllum Norðurálfunnar,
því bvergi er taugaveikin hættulegri en þar, sem
slíkur mannsöfnuður er saman kominn. Einnig á voru