Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 140
134
Sigurður' Magnússon:
IIÐUNK
var venja að flylja bóluefnið frá manni til manns,
en með því að aðrar sóttkveikjur geta á þann hátt
íluzt milli manna, er nú ætíð nolað bóluefni úr kálf-
um. Þessi bólusetning er að því leyti frábrugðin hin-
um, sem áður voru rjefndar, að gerlarnir eru lifandi,
en meinlausir fyrir menn, en svo skyldir hinum eig-
inlegu bólusótlargerlúm, að þeir mynda sama gagn-
efni. Annars hefir mönnum ekki tekisl að koma auga
á þessa gerla, en menn þj'kjast vita, að þeir séu úr
flokki frumdýranna (prolozoa). Onæmi það, sem fæst
við bólusetninguna, stendur h. u. b. 10 ár, og er þá
ástæða til að endurbólusetja.
Svipaða bólusetningu (með lifandi en veikluðu
bóluefni) fann Pasteur upp við Vatnsfælni 1884.
Maðurinn smitast, ef hundur, sem sjúkur er af
hundaæði, bítur hann. Sjúkdómurinn var áður svo
lianvænn, að fleslir dóu sem smituðust (h. u. b. 80°/o).
Nú deyja færri en einn af hundraði, þeirra sem smit-
aðir eru og bólusetlir. Meðgöngutími veikinnar er svo
langur (nokkrir mánuðir), að líkamanum veitist nægur
tími til gagnefnamyndunar, ef sjúklingurinn er bólu-
settur skömmu eftir smitunina. Pessi sjúkdómur er
ekki á Norðurlöndum.
Við ýmsa dýrasjúkdóma bafa bólusetningar
komið að miklu gagni. Allir kannast við bólusetn-
inguna við bráðapestinni íslenzku.
III.
Andvaki og gagnefni.
Andvaki (Anligen) er það, sem í líkama manna eða
dýra framkallar eða vekur gagnefni á móti sér. Hér
að framan er gelið um gerla og gerlaeitur. Einnig
eru rauð blóðkorn og frumur andvakar, ef þeim
er spýlt inn í dýr af annari legund en þau lilheyra