Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 143
iðunn ] Um smitun og ónæmi. 137
boðleið um munn, maga og garnir (eða ef þau kom-
ast ómell gegnum garnirnar eins og stundum á sér
stað um gerla), þá verður »melting« þeirra næsta
óeðiileg. Þess konar efnabreytingu annarlegra eggja-
hvítuefna hafa menn nefnt utangarna (parenteral)
meltingu.
Þó að vér ekki getum skilið hlutina til fulls, þá
er það þó vegurinn til skilnings, að geta heimfært
hin einstöku atriði til einnar heildar, til eins og
sama lögmáls. »Alt í náttúrunni er einfaldara en
unt er að hugsa sér og flóknara en unt er að skilja«,
segir skáldið og spekingurinn Goethe.
Þetta lögmál um skaðsemi utangarnameltingar
annarlegra eggjahvítuefna lijálpar oss til að skilja
5'ms atriði, er snerta meltinguna hjá ungbörnum.
Allir vita, að móðurmjólkin er þeim hollust, og því
deyja tiltölulega miklu íleiri af þeim börnum, sem fá
pela, en hinum sem eru á hrjósti, og pelabörnum er
sérstaklega hætt við mellingarsjúkdómum. Þetta
verður skiljanlegt, þegar vér athugum, að í húsdýra-
mjólk er annarleg eggjahvita, og í annan stað, að
meltingarvökvarnir eru mjög daufir og meltingar-
kirtlarnir veikbygðir hjá ungbörnum. Það er þeim
miklu örðugra að melta annarlega eggjahvítu en
eggjahvítu móðurmjólkurinnar. Kirtlarnir geta of-
þreyzt og sýkst og verða þá ekki því starfi vaxnir
að melta fæðuna.
Það eru nú 40 ár síðan að Pasteur gat sannað,
að gerlar væru orsök til sjúkdóma. Þegar vér ihugum,
bvílíkum undra framförum læknisfræðin hefir tekið á
fáum árum, svo miklum, að slíks er ekki dæmi fyr
í sögu mannkynsins, þá getur ekki hjá því farið, að
sbk hugsun glæði heldur trúna á framþróun mann-
hynsins, og er síst vanþörf á því á þessum tímum.
Það er engin fjarstæða að trúa því, að vísindin