Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 144
138
Sigurður Magnússon
[ IÐUNN
standist eldraun þessara ára og haldi áfram að
blómgast, þrátt fyrir þetta »stærsta glæpaverk mann-
kynssögunnar«, sem nú er verið að fremja.
Pessi fáu atriði, sem hér að framan er minst á,
eru lítið sjmishorn af framförum læknisfræðinnar á
síðustu árum. En öll þessi vísindi miða að því að
gera lífið hollara og lengra. Mannkynið væri ver
statt en það er — á þessum tímum stórborga og
stóriðnaðar — ef læknisfræðin hefði ekki tekið svo
drjúg framfaraspor. En margt er eftir að vinna.
Vísindamönnum framtíðarinnar mun smám saman
takast að vinna bug á sóttum þeim, sem hrjá og
hrekja mannkynið, og með hófsemi í mat og drykk
og skynsamlegum heilbrigðisreglum mun það takast
að iengja mannslífið að miklum mun. Reynsla lið-
inna tima hefir getað sýnt, að einstöku maður hefir
orðið um og yfir hálft annað hundrað ára. Alkunnugt
er, að norski sjómaðurinn Drakenberg varð 146
ára (f. 1626, d. 1772) og var heilsuhraustur fram að
andláti.
En er nú nokkuð unnið við að verða gamali?
Því verður auðvitað hver að svara eftir skoðun sinni
á lífinu og tilgangi þess. En líklega myndi svo fara,
að flestir kysu sér langa lífdaga hér á jörðu, ættu
þeir óskastundina, hvort sem þeir tryðu á framhald
lífsins hinum megin eða ekki.
Framtíðardraumur Metchnikofl's var á þessa leið:
Mennirnir verða mjög gamlir, og vísindin sigrasl á
sjúkdómunum, og með hollri starfsemi, liófsemi og
heilsusamiegu líferni tekst smátt og smátl að endur-
bæta svo mannlega nátlúru, að misfellurnar og ósam-
ræmið, sem óneitanlega er í byggingu líkamans og
þar af ieiðandi einnig í sálarlifinu, hverfur, og menn
halda heilsu og sálarkröftum fram í andlálið. Og
loks, þegar þetta heilbrigða lífsskeið er á enda, þá
hverfur lífsfj'snin, en í stað hennar kemur dauða-