Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Page 150
144
Fyrsta friðarglætan.
[ IÐUNN
keisarinn væri hengdur á hæsta gálga, eins og sumar
ófriðarþjóðirnar æskja. Sum þýzku blöðin fagna því,
að Bandaríkin hafi gengið í ófriðinn, af þvi að þá
sé hægt að heimta þær skaðabætur, sem ekki hefði
verið til neins að heimta af hinum gjaldþrota ófriðar-
bandaþjóðum. En von þessi mun að engu verða,
þvi að fremur munu Bandaríkin kjósa að eyða sín-
um síðasta skilding í ófriðinn en Ameríka gangi að
þeim afarkostum. Á hinn bóginn liafa nú Banda-
þjóðirnar gefið upp alla von um að ná nokkrum þeim
skaðabólum frá Þjóðverjum, er geti nægt til að bæta
þeim upp tilkostnaðinn við ófriðinn. Því nær sem
gengið er þýzka ríkinu með ófriðinn, því minna mun
það verða fært um að borga, þólt bandamenn vinni
hinn glæsilegasta sigur. Vonin um stríðsskaðabætur
er því að engu orðin. Óíriðurinn kostar nú á degi
hverjum um 350 millíónir króna, og hvor aðiljinn
sem væri mundi standa sig betur við að semja frið
og falla frá öllum skaðabótakröfum heldur en' að
halda áfram slríðinu eitt árið enn, þótt sigur væri
vis á annan hvorn bóginn. Hvað eftir annað hefir
verið geíið í skyn frá Berlín, að Þj'zkaland mundi
tilleiðanlegt til að bæla skemdir þær á eignum og
mannyirkjum, er það heíir valdið, en aldrei neinar
stríðsskaðabætur. Það mundi með öðrum orðum
fáanlegt til að bæta Belgíu og Frakklandi tjón það,
er orðið hefir á húsum og öðrum eignutn, en mundi
aldrei fásl til að gjalda Bandamönnum neinn her-
kostnað.
En þegar stríðsskaðabæturnar eru úr sögunni, er
lítið annað, sem getur haldið stríðinu við, en vonin
um landaukninga. Tvær af ófriðarþjóðunum, ítalir
og Búlgarar, fóru beint í stríð í þeim tilgangi að
vinna lönd. Nú liefir Búlgaría náð undir sig þeim
löndum, er hún girntist, en ítalir ekki. Rússar liafa
gefið upp alla von um landaukninga. Og auðvitað