Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 151
IÐUNN]
Fyrsta friðarglætan.
145
mundu Tyrkir fúsir til að semja frið upp á sömu
skilmála. Czernin greifi, utanríkisráðherra þeirra
Ungverja og Austurríkismanna, hefir gefið í skyn, að
Þ*r þjóðír mundu tilleiðanlegar til að semja frið án
skaðabóta og landaukninga. Og jafnaðarmenn, sem
fjölmennasti flokkurinn á Þýzkalandi, vilja allir
semja frið á þeim grundvelli. Forsætisráðherra Bæ-
heimsbúa hefir tjáð sig á sama máli og Austurríkis-
nienn. En á hinn bóginn hafa afturhaldsmenn á
IJýzkaIandi og Alþýzka-sambandið lýst yfir því, að
t*ýzkaland yrði að krefjast töluverðra landaukninga
bæði að austan og vestan eða að minsta kosti fá
forræði yfir Póllandi og Belgíu. Hóglátari landvinn-
ingamenn stinga upp á, að láta Frakkland laust með
öllu, en skifta Belgíu þannig, að frönskumælandi
hluti landsins komi í hlut Frakka, en Þjóðverjar
taki Flandraraland. Ríkiskanslarinn hefir ekki viljað
láta neitt uppi um þetta, en mun verða að hallast
á sveif með þeim, sem eru á móli landvinningum,
®f þeim ílokki, eins og allar horfur eru á, eykst fylgi.
Aðalþröskuldurinn fyrir friði án landaukninga og
skaðabóta eru nú Stórbretaland og Frakkland. Frökk-
nm er, eins og skiljanlegt er, sárt um að gefa upp
von þá, er þeir nú hafa alið frarn undir hálfa öld
um að ná aftur Elsass og Lothringen. Og flestir
<lraga taum þeirra, þar eð þeir líta svo á sem þeir
hafi ófyrirsynju verið rændir þeim héruðum 1871.
En hvort meiri hlutinn af ibúum Elsass-Lothringen
hefði kosið að hverfa aftur til Frakklands, var óút-
kljáð mál fyrir ófriðinn og nú verðurjekki lengur
Ur því leyst. Og víst er um það, að lleiri Frakkar
hafa nú þegar látið lífið til þess að ná aftur Elsass-
hothringen en til voru í þessum héruðum í byrjun
stríðsins; og að því er kernur til landsins sjálfs, mun
1'rakkland tæpast geta staðið sig við aðjhalda stríð-
inu áfram hálft eða heilt ár enn, enda^þótt það hefði
Iðunn III. ]0