Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 153
IÐUNN]
Stolin krækiber.
Noröur í Kelduhverfi er ágætlega vel hagorðl stúlka,
sem ég veit ekki, hvort ég má nefna, þútt hún sé orðin
því sem næst landskunn fyrir lausavísur sínar. En við
skulum kalla hana Þuru. »Iðunn« ruplaði ekki alls fyrir
löngu vísu, sem hún hafði kastað fram i gamni. Þegar
Þura heyrði það, kastaði hún þegar fram annari visu til
»Iðunnar«. Er hún svo ágætlega vel kveðin, að »Iðunn«
getur ekki staðist að rupla lienni líka. Vísan er svona:
Nú er smátt um andans auð,
en allir verða að bjarga sér:
»lðunn« gerist eplasnauð,
etur hún — stolin krækiber.
Og nú ætlar »Iðunn« upp frá þessu að stela öllum þeim
undans »krækiberjum«, er liún nær í eftir Puru og aðra,
séu þau að eins nógu g'irnileg og góð til átu. Nú er t. d.
einn ilokkur vísna, svonefndar Bþankastriksvísura, sem
^ura hefir gehð tilefni til. Þær eru svo spaugilegar, að
mönnum hlýtur að þykja gaman að, enda sumar hverjar
svo vel kveðnar, að þær mundu brátt verða Iandfleygar,
þótt ekki væru þær birtar.
Tildrög þessara »Pankastriksvísna« eru þau, að Þura
Var á ferð með öðrum ungum stúlkum. Varð þeim þá,
eins 0g gengur, tíðrætt um pilta. Einkum varð einni stúlk-
Unni, sém var með í förinni, skrafdrjúgt um lítinn, lágvax-
lnn pilt. Þetta leiddist Þuru, svo að hún^kastaði fram vísu
Þessari:
Æ, vertu nú ckki að hugsa um liann,
heldur einhvern stærri mann;
það er eins og þankastrik
þetta litla, slulta prik.
Þá var ort í orðastað stúlkunnar, sem visunni var
stefnt til:
10