Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Síða 159
IÐUNN]
Ritsjá.
153
ást Frakka á fögrum og háleitum hugsjónum, sein svo
margoft heíir gert þjóðina að móður og málsvara flestra
mannlegra hugsjóna, er hún hefir orðið að þola píslar-
vætti fyrir; og það er þessi eldmóður, sem nú kemur
henni til að berjast svo dásamlega iyrir tilveru sinni og
tilverurétti.
Þýðingin virðist yfirleitt góð, þótt málið sé helzt til
iburðarmikið. En bæði þýðari og útg. eiga þakkir skildar
íyrir ósérplægni sína og ást á góðum málstað. Pví að
hann hafa Frakkar flestum ófriðarþjóðunum fremur, jafn-
vel þótt þeir yrðu ofurliði bornir og þótt þeim blæddi út
í styrjöidinni. En Frakkland lifir og á skilið að lifa öllu
fremur en sumar hinar ófriðarþjóðirnar.
Alexander L. Iíielland: Jónsmessuhátíð. Guðmundur
Halldórsson þýddi. Eyrarbakka 1917.
Þessi saga Kiellands um það, hversu »kristileg« þröng-
sýni og óbilgirni sigrast á saklausri lífsgleði og heilbrigðu
framtaki, samfara dálitið tryldum ungæðishætti, á erindi
til vor, ef hún kynni að geta opnað nokkrum manni sýn
á því, seni heilbrigt er og eðlilegt og geflð mönnum skiln-
ing á, hversu lystilegur »innri missjónar« andinn er í inn-
ræti sinu og framferði. — Pýðingin virðist yfirleitt góð og
vandvirknisleg; en pappírinn er slæmur. Verður að virða
það til vorkunnar nú í dýrtíðinni.
Viktor Rgdberg: Singoalla I—II. Guðm. Guðmundsson
íslenzkaði. Ársæll Árnason gaf út. Rvík 1916 og ’17.
Vel gæti ég trúað, að margri sveitastúlkunni og sveita-
þiltinum þætti gaman að sögu þessari, þótt ég líti svo á,
að margt annað betra hefði mátt þýða eftir Rydberg. En
allgóð er þessi »rómantiska« riddarasaga, þeim sem hún
er ætluð, smámeyjum þeim og smásveinum, er enn lifa i
æfintýranna heimi. Og búningur sá, sem hún hefir hlotið
hjá þýðaranum, á yflrleitt vel við efni og anda sögunnar.
Sig. Heiðdal: Stiklur. Bókaverzlun Ársæls Árnasonar.
Hvík 1917.
Hér er nýr skáldsagnahöfundur á leiðinni, sem fer vel
°g léttilega á stað, ritar hreint og látlaust mál og virðist