Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Side 163
ÍÐUNN |
Ritsjá.
157
«kki. Mér virðisi hann vera einn af þessum átján, sem
yrkja frekar af vilja en mætti; og ekki veit ég, af hverju
hann kallar þessi dauðans algcngu og algengt orðuðu kvæði
sin — Rúnir? Magnús er, að minsta kosti enn sem komið
er, hláher liagj’rðingur, en alls ekkert skáld. Eða svo lízt
mér á þessi kvæði hans.
Um verzlunarmál. Sex fyrirlestrar. Verzlunarmanna-
fél. »Merkúr« gaf út. Rvík 1917.
Þetta eru alþýðufræðslufyrirlestrar ýmislegs efnis, sem
Verzlunarmannafél. Merkúr hefir gengist fyrir að haldnir
Vseru. Þeir eru upp og niður og enginn fyrirtak; en þó ein
gagnleg hugvekja í þeim um óskilsemi íslendinga eftir Sv.
Njörnsson. En einmitt i þeim fyrirlestri er all-illa gengið
frá prófarkalestri á einum stað, í umbrotinu milli 71. og
72. bls., þar sem 2 linur koma eins og fjárinn úr sauðar-
íeggnum og gera alt að einni meinloku, er les. mun eiga
örðugt með að átta sig á. Annars kennir ekki neins sérlegs
Verzlunar- né viðskiftafróðleiks i þessum fyrirlestrum; en
Vel má vera að þetta fyrirtæki verði að meiru gagni siðar.
, Fiskiskýrslur og hlunninda árið 191 5. Hagskýrslur
Islands 12.
Þorskveiðarnar fluttu alls á land fisk fyrir 6 milj. 500
Þús. króna; lifrin nam 664 þús. og síldin 2 milj. 263 þús.
Alls námu fiskveiðarnar með hrognkelsaveiði o. fi. um 10
ífiiljónum. Og þetta er borið á land af tæpuin 10,000
^íanns; hver maður veitt sem svarar 1000 kr. virði. Hún
er ekki ónýt, sjómannastéttin okkar, og á þó engan mál-
sVara á þingi.
Akureyrarskóli — Mentaskóli á Norðurlandi.
»Iðunni« hafa verið send sérprent af ýmsum greinum
eftir merka menn norðanlands, Stefán skólameistara, Matth.
Jochumsson o. fl. og fara þeir fram á, að hinn forni Hóla-
skóli verði endurreistur á Norðurlandi með því að gera
Akureyrarskóla að lærðum skóla eða alm. mentaskóla. Nú