Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Qupperneq 165
toUNN]
Ritsjá.
159
kunnagjöfum, má ekki lengur svo búiö standa. Og víst á
Akureyrar-skóli pá skilið, aö honum sé einhver sómi
sýndur.
Jónas Porbergsson: Fríkirkja — Þjóðkirkja. Ak. 1917,
Einkar vel og röksamlega saminn fyrirlestur með, að
því er virðist, náinni þekkingu á göllum fríkirkjulifs landa
vestanhafs. Tillögur fyrirl. eru þessar helztar: 1. Að ev.
lút. kirkja sé afnumin á íslandi, en í stað hennar sé stofn-
sett »Hin ísl. kristilega kirkja«, sem grundvallist á öllum
Þeim meginatriðum, er orðið geti samningsgrundvöllur
allra(?) þeirra trúarflokka, sem nú berjast um völdin í
landinu; og 2., að trúarbragðakenslunni við háskólann sé
hagað svo, að þar sé ekki ncinni trúarstefnu gert liærra
Undir höfði en öðrum, og að uppfræðslu barna sé einnig
bagað samkvæmt þessu.
Vandinn er, virðist mér, að finna »samvinnugrundvöll-
inn«. Því að af hverju mundi óeiningin stafa nema því, að
örðugt er að finna hann?
Sigfús Blöndal: Katalogisering og Opstilling af
Boger. Sérprent úr.Haandbog i Bibliotekskundskab, udg.
af Svend Dahl. 2. útg., 49 bls.
Ritgerð þessi á erindi til allra bókvörslumanna. Hún
gefur skýrt og ljóst yfirlit yfir helztu skrásetningarkerfin,
sem notuð eru, og segir, hvernig með skuli fara. Væri þörf
á, að landsstjórnin gæíi út leiðarvisi um skrásetning bóka,
er öll bókasöfn á landinu væru skyld að fara eftir, svo og
hvernig geyina skuli bækur svo, að þær skemmist ekki né
grotni niður ónotaðar, eins og nú á sér stað ekki óvíða á
landinu.
Indriði Einarsson: Udviklingen i Island. Sérprent úr
.Gads Magasin, 1917, bls. G26—33.
Ritgerð þessi gefur slutt, en liagkvæmt yfirlit yfir fram-
farirnar hér á landi á öllum sviðum síðustu áratugina.
Ætti hún að gela opnað augu Dana fyrir þvi, að vér höf-
u<n þokast allvel áfram, síðan þeir sleptu sinni »föðurlegu
náðarhendi« af oss og fóru að lála oss sjá oss sjálfum
farborða.