Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 166
601
Ritsjá.
tlÐUNN
Jón Dúason: Nybygd i Gronland. Sérprent úr ein-
hverju skand. tímariti.
Höf. stingur upp á, að Danir fari aö láta oss nema land
fyrir sig á Grænlandi! En ætli það væri ekki nær, að vér
reyndum að nema vort eigið land fyrst, áður en vér förum
að hyggja lengra norður? — Skrítnar eru og sumar sög-
urnar, sem höf. ber á borð fyrir Dani i ritgerð þessari,
svo sem sú, að ekki sé ótítt, aö isl. vinnumenn setji hú
með 20—40,000 kr. efnum; að hreindýrahjarðirnar muni
innan skamms verða svo miklar, að pjóðin geti lifað á þeim
fyrirhafnarlitið o. s. frv. — En hví þá að flytja úr þessu
Gózenlandi til Grænlands, og til þess meðai annars að lifa
þar í skjóli hinnar dönsku einokunarverzlunar, sem höf.
leggur til að verði haldið (sbr. bls. 381—83)? )íg hélt þó,
að vér ísl. værum búnir að fá nóg af því fyrirkomulagi.
En mörgu er hreyft og mörgu stungið upp á nú á dögum-
JósefJ. Björnsson: Indriði Einarsson og eftirlauna-
og launamálið. Rvík 1917.
Á þessu flugriti ætti lieizt að taka með eldtöngum. Það
er svo ókurteisislega samið, að »Iðunn« vili ekki óhreinka
sig á að tilfæra neitt úr því. Og nær hefði liöf. verið að
gera hreint fyrir sínum dyrum og nefndarinnar en að
lireyta óþverra-orðum og brígzlyrðum í aðra.
IÐUNN, III. ár. »Iðunn« er nú að byrja þriðja árið sitt,
en á við ramman reip að draga, prentun orðin helmingi
dýrari en i ófriðarbyrjun, pappirsverðið meira en helmingi
hærra, og nú á að fara að hækka burðargjaldið í ofanálag!
Samt verður hún enn seld sama verði; en fyrirsjáanlegt
er, að hún muni ekki geta borið sig, ef henni eykst ekki
kaupendafjöldi að töluverðum mun. Þvi ættu allir þeir,
sem æskja henni lífs, að kappkosta að auka kaupendatölu
hennar.
A. H. B.