Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 41
IÐUNN| Dvöl min meðal Eskimóa. 283 hinir tveir félagar mínir mér síðar um kvöldið, að fjórir álíka bitar hefðu verið sendir af hvoru hinna búanna, og nú veit ég, að þetta var sent úr hverju húsi, þar sem eitthvað var að sjóða, svo að hvert þessara heimila hlýtur að hafa fengið mun meira en þau þurftu í mál. Meðan við sátum að snæðingi, voru okkur einnig færðar matargjafir; virtist hverri húsmóður vera kunnugt um, hvað hinar suðu, og hefði hún eitthvert sælgæti fram yfir liinar, þá sendi hún það, en af þessu leiddi, að smástúlkur voru altaf öðru hvoru að koma í gættina til okkar með eitthvað aukreitis lianda okkur. Sumt var beinlínis ætlað mér; — mamma hafði sagt, að hvernig sem við annars skiftum hinu, væri nýrað ætlað mér; eða mamma hafði sent mér þessa lillu ögn af selsgrön með þeim Ummælum, að ef ég vildi borða hjá sér í fyrramálið, skyldi ég fá heila grön; annar félaga minna væri nú uð borða hjá þeim og segði, að ég teldi grönina bezta hitann af selnum. Meðan við snæddum, sátum við framan á pallinum, þar sem menn sváfu, með inatarbitann í vinstri hendi °g hnífinn í þeirri hægri. Ég hafði nú aldrei borðað *ueð eirhníf fyrri, en hann var nógu beittur og mjög svo hentugur. Eirstykkið, sem blaðið hafði verið sniiðað úr, hafði, að því er fólkið sagði mér, fundist norður á Victoríu-eyju á veiðistöðvum annarar ættar, etl af þeim hafði það keypt stykkið fyrir nokkuð af í’ekavið frá meginlandinu. Húsmóðirin sat mér til hægri handar, gegnl suðu-kerinu, en bóndinn á vinstri hlið. þar eð húsið var eitt af þessum almennu spor- °skjulöguðu snjó-strympum, sjö sinnum níu fet að 'onanmáli, gálum aðeins við þrjú setið framan á hinni tveggja feta liáu snjóbrík, en á hana voru hreiddir hreindýra-, bjarnar- og moskusuxa-feldir sem sængurklæði. Börnin urðu því að borða stand- ‘’ndi á gólfinu, til hægri handar við dyrnar, er inn

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.