Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Blaðsíða 68
310
Ágúst H. Bjarnason:
[ iðunn
blaðgræna hefði ekki orðið til og getað breytt sólar-
orkunni í efnaorku, gætu ekki, eins og sýnt mun
verða, aðrir partar jurtarinnar lifað og þróast;
hefði jurtarikið ekki orðið til fyrir þessa starfsem*
blaðgrænunnar, væri dýraríkið, sem að minsta kosh
í fyrstu lifði mestmegnis á jurtaríkinu, ekki heldur
orðið til.
Sé grænni jurt haldið í myrkri til langframa, Þa
missir hún blaðgrænu sína og bliknar upp. Blað-
grænusamböndin veslast þá upp og deyja af því,
þau fá ekki að starfa undir áhrifum sólarljóssins-
Að vísu dregur jurtin fram lífið enn um stund a
orkuforða þeim, sem hún hefir í sér fólginn, en húp
vex ekki lengur né dafnar að neinum mun, en reynn'
þó að teygja renglur sínar eins langt og hún getur
til þess að ná í Ijósið. En sé jurtin aftur sett í birtu*
fer blaðgrænan aftur að myndast og þá fer jurtm
aftur að lifna við, dafna og þróast. Þetta verður með
þeim hætti, að blaðgrænan tekur að sjúga í sig sólar'
ljósið og dregur jafnframt að sér kolsýru úr loftinu
og vatn úr jörðinni; því næst er súrefnið í kolsýr'
unni klofið lrá kolefninu, en kolefnið og vatnsefnið
og nokkur hluti súrefnisins síðan notaður til þess að
búa til fjöleindir þær eða orkugeyma, sem áður voru
nefndir, þangað til jurtin er búin að satna sér næg1'
legum orkuforða í líki eggjahvítusambanda, kolvetna
og fituefna. Við og við er nú þessum fjöleindunn
þessum orkugeymum, hrundið út í plöntusafann, en
með honum berast þeir til annara parta jurtarinnaiv
sem taka þá upp í vefi sína, en fyrir bragðið fara
þá þessir partar að vaxa og þróast, þangað til jurt>n
er búin að ná liámarki vaxtar síns og þroska.
getur hún af sér ávexti sína; en sjálf verður hun
eftir það öðrum lífsverum að bráð með orkuforða
sínum eða legst í skaut jarðar og geymir þar orku-