Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Qupperneq 82
324 Ritsjá. [IÐUNN
vel hjá hverju góðskáldi og pá ekki sízt Sorgardans, sem
er eitl bezta kvæði bókarinnar.
Gestur á þakkir skilið fyrir það, hvað hann hefir unnið
úr ísl. þjóðkvæðum og sögum, þó liann sé hvorki sá fyrsti,
sem það gerir, né heldur alstaðar sá bezti, enda hefir hann
spreytt sig á nærri öllum flokkum þjóðkvæða. Rað hefu
borið nokkuð á þeirri skoðun, að ekki mætti hrófla við
þjóðkvæðunum — þau nytu sín bezt eins og ómyntað guH-
Nokkuð er þetta sjálfsagt sprottið af hinni röngu skoðun
á upjiruna þeirra og eðli, sem rómantíkin hélt fyrst fram,
•en vísindin hafa nú hrundið. Og sannleikurinn er sá, að
þó margt í þeim sé skínandi gull, er líka margt í þeim lcir
eða hrotasilfur, sem má smíða úr gersemar með þvi að
bræða það upp. Gestur heflr reynt það og farið tvær leiðu'-
Aðra þá, að taka einstök brot og yrkja áfram utan um þaU
í sama anda, en hina, að taka ýmsar mismunandi útgáfur
af sama kvæðinu og sníða upp úr því eitt kvæði. Þetta er
næst aðferð vísindanna og hefir Axel Olrik verið manna
snjallastur í þessu og væri ekki vanþörf á, að einhver tæki
að sér að raða svipað til í ruslakistuútgáfunum af ísl. þjóð*
kvæðunum. Á þenna seinni hátt hefir t. d. Tristam °f>
ísodd orðið til hjá Gesti og er það sennilega lakasta kvæðið
í þessum flokki. Viðkvæðum hefir liann víða vikið við eða
breytt, en ekki ávalt til bóta. Fyrri aðferðin heflr þó aó
jafnaði verið skáldum kærari og eru mörg af beztu kvæð-
um nýnorrænnar ljóðagerðar orðin til á þennan hátt, t. d.
Agnete og Havmanden eftir Baggesen, upp úr samnefndu,
upprunalega slafnesku kvæði, og Ingalilla Frödings upp ur
þjóðvísunni um Inga liten kvarnpige. En þegar svona er
að farið, er ekki ástæða til að binda sig eins við ljóðstafi
eða Ijóðstafaleysi þjóðkvæðanna og Gestur gerir víða.
Þá má drepa nokkrum orðum á þýðingar Gests eða berg-
mál. Yflrleitt eru þær ekki mjög nákvæmar að orðalagi og
gerir það minna til, ef andinn er sá sami. En því skeikar
stundum, t. d. í Árnasöng, þar sem viðkvæðið: over (le
hoje fjælde, er þýtt: langt yfir liolt og hæðir, en með þvl
er kvæðið losað við eðlilegt samband sitt við anda sög-
unnar í kring, sem cinmitt lýsir þrengslunum í dalnuni og
þránni »upp yflr fjöllin háu« eins og Þorst. Gíslason heflr