Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Blaðsíða 44
286
Villijálmur Stefánsson:
[ IÐUNN
Öllu þessu og inörgu öðru var mér sagt frá á hinn
vingjarnlegasta hátt; ég þurfti að eins að gefa þeim
ofurlitla bendingu um, hvað mig fýsti helzt að vita
og þá fóru þau óðar að segja mér alt af létta um
það, en sjálf voru þau mjög varfærin í spurningum
sínum. Langaði þau ekki til að vita, hvers vegna ég
væri kominn þangað og hvert ég ætlaði? Jú, þeim
þætti gaman að því, en ég mundi þá segja þeim það,
ef mér þóknaðist. Þetta fólk var ekki vant því að
spyrja ókunnuga margra frétta, en aftur á móti hélt
það, að ég spyrði svo margs, af því að það væri nú
til siðs hjá mínum kynþætti; og ekki væri annars
að vænta en að menn, sem væru kornnir svona langt
að, hefðu aðra siði; þeim þætti ekki nema vænt um
að geta leyst úr spurningum mínum og ég mætti
vera hjá þeim marga daga, áður en þeim tæki að
leiðast það að sýna mér öll merki þess, hversu vænt
þeim þætli um komu mina.
Svona sátum við og mösuðum alt að því klukku-
tíma, eftir að við vorum búnir að borða, þegar boð
komu um það — og það voru altaf börn, sem báru
boðin — að félagar mínir væru komnir til húss þess,
sem bygt hafði verið handa okkur og menn væntu
þess, að ég kæmi þangað líka, því að húsið væri
stórt og rúmgott, svo að margir gætu komist þar
fyrir í senn og skrafað við okkur. Þegar þangað var
komið, sá ég, að þótt rúmur helmingur allra þorps-
búa væri kominn þangað, var nóg rúm innanhuss
handa þeim fjórum lil íimm mönnum, sem mér höfðu
fylgt. Innri helmingur gólfsins hafði eins og vant er
verið hækkaður um 2 fet, svo að hann yrði notaðui
fyrir svefnpall, og var hann þakinn sumpart okkar
eigin skinnum og sumpart annara frá ýmsum heimil-
um, svo að ekki væsti um okkur. Ljóskeri með sel-
lýsi til hitunar og lýsingar hafði einnig verið koinið
fyrir þar. Það var vistlegt þarna inni, því að Ijos-